Skírnir - 01.01.1945, Síða 39
Skírnir
Líkingar, list og líf í skáldskap Hómers
37
með sér angan nýgræðings eða svala sævar. Ljóð, sem
slíku frummagni eru þrungin, fyrnast ei. .
Hómer getum vér lesið, ef oss lízt svo, án þess að spyrja,
hvenær hann hafi uppi verið eða „hvar borg hans var og
þau, sem hann ólu“. Hvort nafn hans táknar f jölda skálda,
er uppi voru með mörgum og ólíkum kynslóðum, eða kvið-
ur hans eru samsafn fágaðra smákvæða, skiptir oss þá
engu. Þessar spurningar eru viðfangsefni fræðimanna.
Hitt ætti að vera sameiginleg skylda allra sannra manna
að glæða með sjálfum sér og öðrum ástina á því, sem er
fornt og frábært, og Hómer hefur nú í 3000 ár verið unun
þeirra manna og styrkur, sem Ijóð hans hafa lesið. Að
gleyma Hómer eða að hætta að láta hann sig nokkru
skipta mundi verða örlagaríkt skref í ógæfuátt. Aristó-
teles kveður svo að orði, að mannkynið sé eigi til þess
eins að lifa, heldur til að lifa lífinu með göfugum hætti.
En göfugt og unaðsríkt getur líf vort því aðeins verið,
að vér öðlumst einhvern veginn hlutdeild í öllu því bezta
og fegursta, sem mannkynið hefur afrekað, sagt eða
hugsað.
I brjálsemisumbrotum og ógnum styrjalda gefst mönn-
um lítið færi á að íhuga andleg verðmæti í kyrrþey. En
eigi það fyrir mannkyninu að liggja að hlotnast hamingju-
ríkari dagar með fulltingi þeirra möguleika, sem vísindin
fá veitt því til aukinnar hagsældar og til að losna við eitt-
hvað af hinu látlausa striti fyrir daglegu brauði, þá er
þess að vænta, að bókmenntir Grikkja skipi virðulegan
sess í hugum þeirra manna, sem tækifæri hafa til „að lifa
lífinu á göfugan hátt“.
Grískur skáldskapur hefur jafnan talinn verið til fá-
gætustu dýrgripa menningarinnar, og þar ber á sínu sviði
Hómer hæst. 1 Hómer eru í rauninni fólgin öll frjó hinnar
síðari skáldskap'arþróunar með Grikkjum: Harmleikir,
gleðileikir, ljóðrænn skáldskapur, já, jafnvel grísk heim-
speki, allt er þetta svo sem sprottið upp af frjókornum
hinnar guðdómlegu andagiftar hans, sem fer eins og dynj-
andi stormgnýr eða leikur sem andhlýr vorblær um fjöl-