Skírnir - 01.01.1945, Síða 40
38
Jón Gíslason
Skímir
breytilegan skáldgróður söguljóðanna. Við kvalabeð Pró-
meþeifs Títans á hömrunum í Kákasusi glímir Eskýlus
við hina torráðnu gátu um örlög manna og réttláta for-
sjón. Svipaðar hugsanir höfðu þegar áður flogið Hómer
í hug, er hann rýnir í örlög mannsins, „hinnar ógæfusöm-
ustu af öllum skepnum", eða þegar hann lýsir Egistusi
og Klýtemnestru, sem leiða yfir sig refsidóm, harðari en
örlög höfðu búið þeim. Örlögin sjálf, sem bæði guðir og
menn verða að lúta, verða honum ærið umhugsunarefni.
En hann lætur hart mæta hörðu. Andspænis ósveigjanleg-
um örlögum teflir hann fram hreysti og manndómi Hekt-
ors og þolgæði Ódysseifs. Allar eru þessar íhuganir Hóm-
ers sem forboðar um niðurstöður heimspekinganna síðar.
Kjarninn í lífsskoðun hans er fólginn í þessum orðum
Sarpedons frá Lýkíu: „Kæri vin, ef við, með því að hliðra
okkur hjá þessum ófriði, hefðum átt von á að verða elli-
vana og ódauðlegir, þá mundi ég hvorki hafa barizt
fremstur í flokki né heldur sent þig út í hinn mannfræga
bardaga. En nú standa yfir okkur ótölulegar valkyrjur
dauðans, er engum dauðlegum manni er unnt að umflýja
eða hjá komast. Förum því af stað; annaðhvort skal ein-
hver vinna sér til ágætis á okkur eða við á einhverjum.“
(II. XII 322—328.)1)
Seifur hefur mönnum þolgott hjarta „í brjóst of lagið“.
Gengi manna og mótgangur, allt veltur þetta á ýmsu. Hin
mikla Ilíonsborg fær heldur eigi umflúið sitt skapadægur.
Borg hins spjótfima Príams er jöfnuð við jörðu. 1 samtali
við Andrómökku konu sína farast Hektori svo orð (11. VI
486): „Góða kona, gerðu það fyrir mig, vertu ekki of
hrygg í huga, því engi mun mig til Hadesar senda fyrir
örlög fram; en það hygg ég, að engi maður, þegar hann
eitt sinn er fæddur, megi forðast skapadægur sitt, hvort
sem hann er huglaus eða hraustmenni.“
1) í þessari grein eru allar tilvitnanir til Hómerskvæða teknar
formálalaust eftir þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar. Mannanöfnum
er alstaðar í greininni vikið við til samræmis við orðmyndirnar hjá
Sveinbimi.