Skírnir - 01.01.1945, Qupperneq 42
40
Jón Gíslason
Skírnir
svarað á sömu lund og Jónas Hallgrímsson: „Lífsnautnin
frjóva“. Grikkir kjöru Hómer meistara meistaranna, hinn
ágætasta þeirra, sem þekkingin býr í.
Lífsskoðun hans mætti kalla karlmannlega bölsýni. Mann-
leg gæfa og gengi fá aldrei haldizt, engin borg verður veggj-
um varin. En eigi fyllist Hómer af þeim sökum beiskju.
Hann á yfir að búa í jafnríkum mæli glöggskyggni á enda-
lok alls lífs sem gleðiþrunginni lífsnautn. Hann flytur oss
inn í mannheim, þar sem vér fáum „séð borgir og kynnzt
skaplyndi margra manna“. Hann leiðir oss fyrir sjónir
atgervi, framtak, ástríður og fjölskrúðugt líf manna og
kvenna í tærara lofti og á stórfenglegra og þó einfaldara
sjónarsviði en vér getum fyrir hitt annars staðar. Hann
sýnir oss inn í víðfeðman og rúmgóðan heim fullan af
gleði. Stormar og snær, haf og helliregn, drynjandi fjalla-
lækir, sem hæðirnar kljúfa, augu ljóna, friðsæll hljóðpípu-
leikur smalans, hvísl guma og meyjar af kletti og eik, dans
og dómþing, hagleg smíði skipa, sjósókn og siglingalist,
vopnasmíði og vagna, gullsmíði, vefnaður og útsaumur,
friðsamt líf og róstur, veiðar, veizlur og söngvar, styrjöld,
launsátur og umsátur, herganga og hólmganga, er skjöld-
ur skellur á skildi eða stríðsvagn geysist mót stríðsvagni,
allt er Hómer þetta jafnkært, allt eru þetta kvíslar af
hinni miklu elfi, svipbrigði í hinni síbreytilegu myndsjá.
Dagar mannsins eru auðugir að störfum og dáðum; hann
er stríðsmaður, ráðgjafi, veiðimaður, skipasmiður, járn-
smiður, sláttumaður á engi eða akri, beitir uxum fyrir
plóg. Og allir gegna þeir störfum sínum af einbeittum
áhuga, ró og andlegu jafnvægi í hættum og andstreymi
og með þeirri andans ánægju og fullnægingu, er mikið
skáld fær eygt, þar sem smærri spámenn sjá aðeins ófarir
og örvæntingu, hrundar vonir og misheppnaða viðleitni.
Lítil skáld láta hugfallast af óförum manna, en skaplyndi
Hómers er af öðrum toga. Persónur hans eiga sigri að
hrósa yfir heiminum, af því að hanri bæði getur og vill
horfast beint í augu við hann. Hómer finnur það sigurafl