Skírnir - 01.01.1945, Page 43
Skírnir
Líkingar, list og líf í skáldskap Hómers
41
vaka í brjósti mannsins, er knúð fær hann fram til af-
reka þrátt fyrir allt.
Eins og Ókeansstraumur umflýtur jarðarkringluna, er
daglegt líf hjá Hómer sífellt umlukt hinu guðdómlega.
Guðirnir birtast sem fagurlimaðir sveinar eða veiðidísir;
í f jarlægum höfum, á ókunnum eyjum, sem enginn mennsk-
ur maður hefur fæti á stigið, kyndir gyðjan ilmandi eld
og syngur töfrasöng sinn, er hún vefur sinn ódauðlega
vef. Tilveran býr yfir alls konar möguleikum, hvert ævin-
týrið freistar skáldsins, hvort sem vér hittum fyrir hina
kurteisu og mildu Egypta við fljótið Egyptus eða mann-
æturnar Lestrýgóna við fjörðinn í landi miðnætursólar-
innar. Heimurinn er að vísu miskunnarlaus og harður,
allt líf hlýtur að enda í dauða, en samt er það auðugt, fag-
urt og furðulegt.
II.
Stíll Hómers er í senn einfaldur og háleitur. Það er
sama, hvort Hómer lýsir hinum hversdagslegustu hlutum
eða krefur svars við hinztu rökum lífsins, ávallt er sem
viðfangsefnið sé hafið í æðra veldi, þegar töfrar tungu
hans hafa einu sinni úm það leikið. Ef til vill er það tvennt
í stíl Hómers, er lesandanum verðúr mínnisstæðast sem
einkenni hans: líkingar og innskot annars vegar, er orka
á hugann sem Skrúðgrænir hólmar mitt í jökulflaumi
trýlltra bardaga og alltaf sem endurnærandi hvíld á flug-
hraðri ferð skáldsins um undralönd sín, hins vegar lýs-
ingárorðin, einkunnirnar, er hlutum og monnum fylgja
og bregða á frásögnina einhverjum staðfastlegum og há-
tíðlegum blæ. Þótt innskotin séu sjaldan í föstum tengsl-
um við sjálfa atburðanna rás, auka þau stórum á áhrifa-
magn ljóðanna, gæða þau fyllra lífi og fegurri lit en ella
mundi. Þess konar innskot eru sérlega tíð í Ilíonskviðu.
Nægir að minna á ástafund þeirra Parísar og Helenu
(II. III.) og andstæðu hans (II. VI.), er Hektor kveður
kónu síná óg barnungan son, lýsinguna á skildi Akkillesar