Skírnir - 01.01.1945, Síða 44
42
Jón Gíslason
Skímir
(II. XVIII.), samfarir Seifs og Heru (II. XIV.), sendiför-
ina (II. IX.) og heimsóknina í búð Nestors (II. XI 618—
803). Svipuðu hlutverki eiga líkingar og alls konar smá-
myndir að gegna á takmarkaðra sviði. Þær rjúfa skyndi-
lega þrotlausan orustugnýinn og gefa sýn til friðsamlegra
starfa manna og margvíslegra fyrirbæra síungrar náttúr-
unnar. 0g þótt þær séu alls eigi hnitmiðaðar í einstökum
atriðum við það, sem verið er að lýsa hverju sinni, eru
þær samt alltaf stilltar til samræms undirleiks við anda
frásagnarinnar.
Talið er, að í Ilíonskviðu séu 180 líkingarmyndir, í
Ódysseifskviðu tæplega 40. Þessi misskipting líkinganna
í kviðunum stafar augljóslega af efnismun þeirra. I Ilíons-
kviðu greinir aðallega frá bardögum, mannvígum og hern-
aðarafrekum. Mikið af slíku efni samfelldu hlyti óhjá-
kvæmilega að verða tilbreytingarlaust til lengdar, hversu
vel sem á því væri haldið, ef lesandanum eða áheyrandan-
um gæfist ekki kostur á að kasta mæðinni, ef svo mætti
að orði komast, á hægindum líkinganna og bregða sér
stutta stund inn í ævintýralönd innskotskaflanna. 1 Ódys-
seifskviðu hins vegar er sjálft aðalsöguefnið svo fjölbreytt
og auðugt að tilbreytni, atburðarásin svo margþætt, að
hún tekur athyglina alla fangna og hrífur hana með sér.
En í báðum kviðunum jafnt beitir skáldið þeirri list að
láta einkunnirnar færa dauða hluti og lifandi verur, guði
og mennska menn, í viðhafnarbúning, beina á þann hátt
athyglinni að einhverju sérkennilegu ytra einkenni eða
innri eiginleika. Jafnframt verða og þessi síendurteknu
lýsingarorð sem eins konar fortjald, er hylur fyrir sjón-
um vorum sjálfa persónu skáldsins og gefur því aldrei
færi á að ota sér fram með nýstárlegar, andríkar hugs-
anir og orðaval, persónulegt álit og dóma. Jafnvel þar,
sem hamslausum ástríðum lýstur saman í trylltum móði,
heldur stíllinn því sinni ólympsku heiðríkju og tign.
Ef veita ætti nokkra vitneskju í stuttu máli um menn-
ingarháttu, lífsviðhorf og umhverfi í þeim heimi, sem
kviðurnar eru sprottnar upp í, væri sennilega eigi annað