Skírnir - 01.01.1945, Page 45
Skírnir
Líkingar, list og líf í skáldskap Hómers
43
ráð vænna en draga fram nokkrar þeirra mynda, er í inn-
skotsköflunum og líkingunum eru fólgnar. Þar hyllir í bak-
sýn undir margháttuð störf hins daglega lífs, sem fer sínu
fram, meðan vígdjarfar hetjurnar heyja sinn hugprúða
leik. Eins og áður getur, er skjaldarlýsingin í XVIII. bók
Ilíonskviðu einn hinna svo nefndu innskotskafla. Vopn sín
hafði Akkilles lánað Patróklusi, vini sínum og fóstbróður.
og hann fallið fyrir Hektori, mesta kappa Trójumanna.
Voru nú góð ráð dýr, ef Akkillesi skyldi auðnast að reka
harma sinna. Þess vegna fór Þetis móðir hans, sem var
gyðja, á fund Hefestusar, hins mikla smíðaguðs, að hann
legði ástkærum syni hennar lið með því að gera honum
vopn þau, er engum öðrum væru lík fyrir ágætis sakir.
Tekur skáldið síðan að lýsa hagleikssmíði guðsins. Er þar
skemmst frá að segja, að í trausti þess, að guðunum er fátt
ómögulegt, hugsar skáldið sér, að hinn mikli hagleiksguð
meitli og móti á skjöld þennan jörð, himin og haf, menn
og skepnur, borg og byggð, f jöíl og dali, engi, ár og akra,
m. ö. o. bregði þar upp fullkominni mynd af heiminum og
margháttuðum störfum og athöfnum dauðlegra manna.
Skal nú Hómer sjálfur hafa orðið fyrir munn Sveinbjarn-
ar Egilssonar:
„Þar gerði hann tvær fagrar borgir mæltra manna;
í annarri borginni voru brúðkaupsveizlur og mann-
boð; voru brúðirnar leiddar úr brúðarhúsunum um
borgina með brennandi blysum, og var kyrjaður upp
hár brúðarsöngur; þar hringsneru sér ungir svein-
ar, er léku dansleik, og meðal þeirra hljómuðu pípur
og hörpur, en konurnar stóðu hver í sínu fordyri og
undruðust. Á torginu voru bæjarmenn saman komn-
ir; þar reis upp deila mikil; þrættu tveir menn um
bætur eftir veginn mann, og kvaðst annar goldið
hafa fullar vígsbætur og vottaði það fyrir lýðnum,
en hinn þrætti fyrir, að hann hefði við nokkrum bót-
um tekið. Nú vildu báðir koma málinu til loks og
láta lögvitran mann um dæma; gerðu menn góðan
róm að hvorumtveggjum, og hélt sinn með hvorum;