Skírnir - 01.01.1945, Page 48
4&
Jón Gíslason
Skírnir
var hin skaðvæna Valkyrja; hún þreif ýmist lifandi
menn nýsærða, ýmist ósærða menn, ýmist dró hún
dauða menn á fótunum í mannösinni; hún hafði
rautt klæði á herðum, litað í mannablóði. Þeir áttu
vopnaskipti og börðust sem væru þeir lifandi menn,
og drógu til sín dauða menn, er fallið höfðu hver
fyrir öðrum.
Hefestus gerði á skildinum mjúka ekru; það var
feitt sáðland, vítt og þríplægt. Á þeirri ekru voru
margir akurmenn; þeir óku eykjunum í hring og
keyrðu þá ýmist fram eða aftur; en í hvert sinn, er
þeir komu á enda plóglandsins eftir hverja umferð,
gekk til þeirra einn maður og rétti að þeim fullt
drykkjarker af Ijúffengu víni; sneru þeir þá aftur
og þræddu með plógreininni og kepptust við að kom-
ast á enda ens djúpa ekrulands; en þó ekrán væri af
gulli gerð, þá sortnaði hún þó að baki þeim og sýnd-
ist sem plægð væri; var það hið mesta völundarsmíði.
Hann gerði og á skildinum hávaxinn kornakur;
þar voru kornskurðarmenn og héldu á beittum sigð-
um og skáru; féllu sumar málhendurnar til jarðar
strannlengis hver við aðra, en kerfarar tóku sumar
málhendurnar og bundu með kerfabindum, því þar
stóðu hjá þrír kerfarar, en að baki þeim voru svein-
ar, er tóku saman málhendurnar, báru þær í fangi
sér og réttu jafnótt að þeim. Þar var konungur með-
al þeirra; hann þagði, hélt á sprota og stóð hjá
múgnum, glaður í hjarta; en kallarar voru spölkorn
þaðan undir einni eik og bjuggu til snæðings; höfðu
þeir slátrað stórum uxa og gerðu hann til; en konur
sáðu yfir kjötið miklu af hvítu byggmjöli; skyldi
það vera kvöldverður handa kornskurðarmönnum.
Hann gerði enn á skildinum vínakur; hann var
þungaður af vínberjum, fagur og af gulli gerður;
berin voru dökk á viðnum, en viðurinn reis alls stað-
ar upp við vínstoðir; þær voru af silfri. I kring um
akurinn gerði hann gröf og garð þar í kring; hann