Skírnir - 01.01.1945, Page 49
Skírnir
Líkingar, list og líf i skáldskap Hómers
47
var af tini, og lá eitt einstígi að gröfinni; þann stíg
gengu burðarmenn ávallt, þegar berin voru lesin.
Meyjar og glaðværir sveinar báru hinn hunangsæta
gróða í riðnum körfum, en mitt á meðal þeirra var
einn sveinn, er lék ununarfullt lag á snjalla hörpu og
söng undir fagurlega Línusarljóð með mjúkri rödd,
en hinir gengu með honum dansandi og leikandi með
söng og gleðilátum.
Enn gerði hann á skildinum hjörð háhyrndra
nauta; voru nautin gerð af gulli og tini og hlupu
baulandi frá fjósinu út í hagann, en hagbeiti var í
loðnu sefengi fram með einu niðmiklu fljóti. Fjórir
hjarðmenn úr gulli gengu með nautunum, og fylgdu
þeim níu fótfráir hundar. Fremst í nautaflokknum
voru tvö óttaleg Ljón og höfðu náð öskrandi grið-
ungi; drógu þau hann, en hann beljaði hátt, og hlupu
hundarnir og hjarðsveinarnir eftir honum. Ljónin
rifu húðina af hinum mikla griðungi og hvomuðu í
sig kjötið og hið svarta blóð, og kom fyrir ekki, þó
hjarðmennirnir siguðu hundunum á þau, því þeir
þorðu ekki að bíta ljónin, heldur stóðu hjá þeim gelt-
andi og voru varir um sig.
Hinn víðfrægi Fótlamur gerði og á skildinum
stórt beitarland fyrir ena hvítu sauði í fögrum af-
dal og þar með fjárhús, þaktar búðir og lambakrær.
Enn gerði hinn víðfrægi Fótlamur á skildinum með
miklum hagleik dansleik1) einn, líkan þeim, er De-
dalus gerði forðum í hinni víðlendu Knósusborg
handa hinni fagurlokkuðu Aríöðnu. Þar dönsuðu
sveinar og mundsælar meyjar og héldu hvert um
úlnlið annars; voru þær í smágervum línhjúpum, en
þeir í vel ofnum kyrtlum, er voru jafngljáandi af
viðsmjöri; þær höfðu fagra sveiga, en þeir gullsöx á
silfurfetlum; ýmist léku þau hringdans mjög létti-
1) Réttari þýðing gríska orðsins khoros í þessu sambandi virðist
vera „dansflötur".