Skírnir - 01.01.1945, Side 52
50
Jón Gíslason
Skírnir
lítið eitt af öllum þeim myndaauði verður skoðað í skjótri
svipan. Verður nú á það að hætta, hversu valið tekst.
Engum mun um það hugur blandast, að Ilíonskviða sé
æði herská að anda. Þar heyja vígreifir kappar harða
sennu. Á óvart kemur oss því í þessum „vígslóða“ að
ganga fram á börnin að sínum eilífa leik eða þá grátandi
í klæðafaldi móður sinnar eða með kenjar yfir mat sín-
um. I II. XVI 7 mælir Akkilles svo til Patróklusar: „Hví
grætur þú, Patróklus, sem ung mær, sú er hleypur eftir
móður sinni og biður hana að taka sig, tekur í skikkju
hennar og heldur henni aftur, þá hún vill flýta sér áfram,
og mænir upp á hana grátandi, að hún taki sig?“ Enn
lætur þessi barnsgrátur jafnskýrt í eyrum vorum sem
skáldsins fyrir þúsundum ára. Tökum eftir, hvernig einn
listfengur dráttur gerir myndina kvika: „ . . . heldur henni
aftur, þá hún vill flýta sér áfram.“ Hér eru börn að leik:
„Svo sem ungur sveinn leikur sér að sandi á sjávarströndu
og býr til sandhrúgur að gamni sér, sem börnum er títt,
en hefir gaman af því að ryðja um aftur sandhrúgunum
með höndum og fótum, svo ónýttir þú, skjótandi Febus,
hið mikla erfiði og þraut Argverja og gerðir þá felmtr-
aða“ (II. XV 362). Andspænis almætti guðanna eru menn-
irnir sem börn og allt þeirra amstur fánýtur leikur. Hugs-
un þessi er bæði forn og ný, en fá klæði munu henni betur
fara en þessi einfalda líking.
Úr því að ég fór að minnast á börnin, get ég ekki stillt
mig um að benda á einn stað í Ilíonskviðu (IX 486). Fenix
fóstri Akkillesar mælir m. a. svo til hans: „Þú vildir ekki
fara til veizlu með neinum öðrum en mér; þú vildir held-
ur ekki matast heima, nema ég setti þig á kné mér og mat-
aði þig og rétti þér vín. Þú vættir oft kyrtil minn að fram-
an í víni, þegar þú varst að blása bólur að gamni þínu, og
er bágt að fást við börnin.“ Þessi dæmi, er nú hafa talin
verið, ættu að nægja til að sýna, hve næmri samúð börnin
og allt þeirra hátterni hefur átt að fagna í hjörtum hinna
vígdjörfu kappa.
Hér á voru landi áttu börn oft í stríði við staðar merar