Skírnir - 01.01.1945, Qupperneq 53
Skírnir
Líkingar.-list og líf í skáldskap Hómers
51
og styggar rollur. Hjá Hómer f jallar ein líkingin um þaö,
er börn strita við að reka asna úr akri (II. XI 558): „Hann
var sem asni sá, er svo er latur, að margir lurkar hafa
verið brotnir á honum; hann gengur utan með akurlend-
inu og treður sér inn, þó smásveinar vilji verja honum;
en þegar hann er kominn inn, þá bítur hann akurinn, þar
sem hann er loðnastur; sveinarnir lemja hann með lurk-
um, og verða heldur smá unglingahöggin, og varla geta
þeir rekið hann út, þegar hann hefir étið sig fullan af
grasinu.“
Mörg skáld hafa, síðan þetta gerðist, vitnað til leti asn-
anna og heimsku. Á dögum Hómers munu þó fáar skepn-
ur hafa þarfari verið í veglausu landi, þar sem var yfir
fjöll að sækja, þétta skóga, mýrarfen og óbrúaðar ár, enda
er svo að sjá sem asninn hafi verið helzta áburðardýrið.
En látum þetta nægja um asnana og börnin og leitum
vitneskju um, hvað líkingarnar hafa frá konum að segja.
I Ilíonskviðu (IV 127) segir frá því, að Aþena bægir bitru
skeyti frá Menelási: „Hún hélt því lítið eitt frá hörundinu,
eins og þegar móðir bandar flugu frá barni sínu, þá það
liggur og sefur vært.“ Umhyggjusemi móður fyrir barni
sínu er forn sem fjöllin og kemur vel fram í þessari litlu
mynd eigi síður en árvekni hinnar máttugu gyðju. En því
miður virðist því og svo farið um ýmsa aðra miður
skemmtilega eiginleika kvenna: „En hver nauðsyn er okk-
ur á að standa hér hvor framan í öðrum og þrátta og deila
hvor við annan svo sem konur, þær er verða reiðar hvor
annarri, ganga mitt út á strætið og skammast þar af sár-
beittri þrætugirni, tala margt bæði satt og ósatt, og veld-
ur því reiðin“ (II. XX 251). Auðvitað hafa konur aldrei
átt einkarétt á því að reiðast, og í ýmsum myndum brýzt
reiðin út, en það hygg ég, að sú, sem hér er lýst, komi vel
heim við atferli sumra kynsystra þeirra jafnvel á vorum
döguín. Um reiðina segir Hómer á öðrum stað (II. XVIII
107): „Ég vildi óska, að kíf og reiði væru með öllu horfin
frá guðum og mönnum, því reiðin æsir oft vitrasta mann
til vonzkuverka; hún er fyrst miklu sætari en drjúpandi
4*