Skírnir - 01.01.1945, Síða 54
52
Jón Gíslason
Skírnir
hunang, en magnast síðan í brjóstum manna sem reykur.“
Og um skammir kemst Hómer svo að orði (II. XX 246):
„Mörg smánarorð getum við báðir sagt hvor öðrum, svo
ekki mundi hundraðsessa fá meira borið. Tunga dauð-
legra manna er vökur; á henni liggja margar ýmiss konar
ræður, og vítt er rúmsvæði orðanna. Slík orð, sem maður
talar, slík orð fær maður aftur að heyra.“
En hverfum frá brestum kvenna og hugleiðum fríðleik
þeirra, iðjusemi, hagleik og sparsemi: „Svo sem þegar
meónsk eða kárversk kona litar fílsbein í purpuralit til
að hafa í kinnbjargir á hestabeizlum; er það fílsbein
geymt í gripahirzlu, og vilja margir reiðmenn eignast
það, en það er geymt þar sem kostgripur handa einhverj-
um konungi, því það er jafnt hestinum til búningsbótar
og til ágætis þeim, er ekur“ (II. IV 141). Þarna eru það
hinar högu konur, sem kjörgripina vanda. Og iðjusamar
eru þær og þokkafullar við snældu og vef: „Svo sem vindu-
teinn er nálægt brjósti fagurbeltaðrar konu, sem er að
draga fyrirvaf í gegnum uppistöðu, og lætur konan bein-
an teininn leika mjög laglega í höndum sér og heldur hon-
um nálægt brjósti sínu: svo rann Ódysseifur nálægt
Ajanti“ (II. XXIII 760).
Með elju og atorku kostar fátæk móðir kapps að vinna
fyrir börnum sínum: „Þeir voru hvorirtveggja sem ráð-
vönd spunakona, er heldur á metinu og ullinni og jafnar
svo niður, að jafnþungt verði á hvorri skálinni, svo hún
fái lítilfjörleg vinnulaun handa börnum sínum“ (II. XII
433). Kröpp kjör krefjast nýtni og nákvæmni í meðferð
verðmæta. Ullin, sem hin ráðvanda kona skal spinna, er
á annarri metaskálinni, á hina eru lóðin sett, unz þung-
inn er orðinn jafn á báðum.
Hómer dáir mjög líkamlegt atgervi. Hjá honum eru
karlar stórir og sterkir, konur vænar yfirlitum og föngu-
legar. Hann talar um „hina lcvenfögru Helluborg" (11. II
683) og „hið kvenprúða Argverjaland“ (II. III 75). Kon-
urnar eru „hvítarmaðar“ og „fagurlokkaðar“. En hversu
tigin og fögur sem konan er, telur hún sér eigi ósamboðið