Skírnir - 01.01.1945, Qupperneq 55
Skírnir
Líkingar, list og líf í skáldskap Hómers
53
að taka til höndunum. Násíka fer með ambáttum sínum
til línþvotta, þó að hún sé konungsdóttir (Ód. VI). Sjálf
Helena er hugþekkari við hannyrðir en í ástum. í Ódys-
seifskviðu (XV 104 o. áfr.) segir svo frá gjöfum þeim,
sem hún velur Telemakkusi að skilnaði: „Helena gekk
þangað, sem hirzlurnar voru. Átti hún þar allavega lita
möttla, sem hún sjálf hafði búið til; tók hin ágæta kona,
Helena, upp einn af þeim og hélt á; var sá möttull stærst-
ur og glitmestur, ljómaði eins og stjarna og lá neðstur af
möttlunum . . . Ég gef þér líka þessa gjöf, sonur kær; það
er handbragðið hennar Helenu á henni. Þú skalt færa
konu þinni þessa gjöf á brúðkaupsdegi þínum, en þangað
til skal hún vera geymd í höllinni hjá þinni kæru móður.“
Þó að Hómer geti víða um borgir, má eigi ætla, að um
annað hafi þar verið að ræða en þorp. Er augljóst, að líf
manna þessara hefur mótazt mjög af nábýli við náttúr-
una. Einatt sýnir Hómer oss þá við ræktun jarðar. Vér
finnum ánægjuna streyma um þá við ilminn af nýplægðri
ekru, er þeir renna augum eftir plógfarinu, sem þeir hafa
rist svo beint. Þeir birtast oss við þreskingu korns, áveitu-
störf á engjum og ökrum, hleðslu flóðgarða við ár til
varnar gegn vetrarflóðum. Vér skynjum hugarstríð bónd-
ans, er hann sér ólgandi fljótið sópa burtu ávexti af
margra mánaða striti, „bakkafullt vatnsfall, sem rennur
hart og ryður burt flóðgörðunum; því hvorki hamla því
hlaðnar stíflur né girðingar í kring um hina blómlegu
aldingarða, þegar það kemur allt í einu, og þungarigning
Seifs steypist ofan í það; falla þá um koll mörg fögur
andvirki manna fyrir vatnsflóðinu" (II. V 87—92). Með
erfiði afla menn sér brauðs úr skauti hinnar ,,kornfrjóvu“
jarðar: „Svo sem mann þann, er lætur tvo dumbrauða
uxa draga ramgjörvan plóg allan dag um nýplægings-
ekru, Iangar í kvöldmat og verður feginn, þegar sólarlag
er komið, svo hann megi ganga heim til kvöldverðar, og
verða þó kné hans magnþrota, er hann gengur heim: svo
varð Ódysseifur feginn, er sólarljósið gekk undir“ (Ód.
XIII 31). Vér sjáum fullþroska korn leggjast í múga af