Skírnir - 01.01.1945, Qupperneq 58
56
Jón Gíslason
Skírnir
að uppáhaldsfæða auðugra manna og herskárra höfðingja
er steikt kjöt. Ef taka ætti Hómer bókstaflega í þessum
efnum, er það ekkert smáræði, sem hinir miklu kappar fá
torgað af þess háttar mat. Hér skal aðeins minnt á tvær
líkingar frá slátrun nauta: „Hippódamant öskraði í and-
arslitrunum, svo sem griðungur öskrar, sá er drepinn er
í kring um hinn volduga Helíkonsguð, og hefir Jarðar-
skelfir mikla gleði af sveinum þeim, er leiða griðunginn"
(II. XX 40B). í annarri líkingu í Ilíonskviðu (XVII 520)
greinir frá því, er naut er höggið: „Svo sem útigangsnaut
stökkur upp og dettur svo niður, þegar röskur maður með
beitta öxi í hendi höggur það fyrir aftan hornin og þver-
sníður sundur hálssinina: svo stökk Aretus upp og féll svo
upp í loft.“
Nokkrar líkingar eru sóttar í hirðingu sauðfjár og
geita: Smali sér svart ský, sem boðar óveður, og rekur fé
sitt í helli (II. IV 275), geitahirðar skilja í sundur stórar
geitahjarðir, er lent hefur saman í haganum (II. II 474),
Hektori verður jafnlítið fyrir að hefja upp stóran stein
sem smalamanni að taka upp sauðarreyfi (II. XII 451),
sauðir fylgja hrút úr haga til að drekka (II. XIII 491).
Margir íslendingar, þeir sem enn eru á lífi, muna fráfærur
og allan þann sára jarm, sem þeim var samfara. Frá ein-
hverju svipuðu greinir á einum stað í Ilíonskviðu (IV
433): „Aftur voru Trójumenn líkir óttalegum fjölda af
ám, er standa í kvíum auðugs fjárbónda, og eru sí-jarm-
andi, meðan verið er að mjólka úr þeim hina hvítu mjólk,
af því þær heyra til lambanna.“
En eins og fólkið í borgum sínum mátti búast við árás-
um grimmra víkinga, hvenær sem var, svo var fénaður-
inn jafnan umsetinn alls konar rándýrum merkurinnar.
Má af líkingunum ráða, að einkum hafi ljón gert mikinn
usla í búpeningi og bændur oft orðið að heyja tvísýna
viðureign við þann vágest. í fljótu bragði kynni svo að
virðast, að þetta, hve skáldinu eru ljónin hugstæð, styddi
þá skoðun, að kviðurnar séu til orðnar í löndum Grikkja
í Litlu-Asíu. Ef nánar er að gáð, fer því fjarri, að svo