Skírnir - 01.01.1945, Page 59
Skírnir
Líkingar, list og líf í skáldskap Hómers
57
þurfi að vera. Samkvæmt frásögn Heródótusar voru enn
til ljón í Þessalíu, Makedóníu og Þrakíu á 5. öld f. Kr. b.
Þetta staðfesta og bæði Xenófón og Aristóteles. Er þá
auðsætt, að eigi hafi verið minna um alls konar villidýr
á þessum slóðum mörgum öldum fyrr. Á söguöldinni
grísku hefur nauður rekið menn til villidýraveiða, þótt
þær síðar miklu væru iðkaðar sem íþrótt. Hins vegar er
augljóst, hve nærtækt hefur verið að bera saman vígreifa
kappa og þetta tilkomumikla rándýr, enda sýnir skáldið
oss það bæði í sókn og vörn, kvalið hungri og satt af blóði,
í trylltum móði eða sært og deyjandi: Ljón ræðst á nauta-
hjörð og drepur bröndóttan griðung mannýgan (II. XVI
487), ljón ræðst á nautahjörð í skógarrunni og hálsbrýtur
þar kálf eða kvígu (II. V 161), ljón kemur úr nauts-
skrokki, bringan og kjaftvikin beggja vegna löðrandi í
blóði (Ód. XXII 401), ljón verður ekki hrakið úr nauts-
skrokki (II. XVIII 161), hundar og hjarðmerm þora ekki
að ganga móti ljóni, sem þrífur bezta uxann úr hjörðinni
(II. XVII 61), ljón stekkur inn yfir sauðhússgarð, drepur
sauðina, en smalamaður skríður inn í smalahúsin (II. V
136), úr óvægum höndum bænda fljúga spjót og brenn-
andi logbrandar móti Ijóni, sem lötrar burt um dægramót-
in (II. XVII 656), ljón kemur eftir skóginum ofan af fjöll-
unum, og hundarnir, sem vaka í fjárborginni, heyra til
þess (II. X 183). Svona mætti lengi telja. Skal hér að lok-
um tilfærð ein líking um vörn ljóns: „Hann var sem Ijón-
vargur, sá er menn vilja drepa, og hefir öll sveitin safn-
azt saman til þess; fyrst gengur ljónið sem það eigi ekki
um að vera, en þegar einhver hinna vígsnöru veiðimanna
skýtur það með spjóti, þá beygir það kryppuna og sperrir
upp ginið, gengur þá froðan út milli tanna .þess, og hið
hugfulla hjarta þess stynur í brjóstinu; það flengir hal-
anum um báðar síður sér og lendar og hvetur sig svo
sjálft til að berjast, stökkur svo beint fram í ofurhug með
glóandi augum og vill annaðhvort hafa einhvern mann
fyrir sér eða falla sjálft fremst í flokki“ (II. XX 164).
Raunsæi virðist í þessari líkingu fólgið á atferli hins