Skírnir - 01.01.1945, Page 60
58
Jón Gíslason
'Skírnir
óarga dýrs: Beygð kryppan, froðufellandi ginið og augun
glóandi, allt gæðir þetta myndina sannfærandi þrótti. En
þótt ljónslíkingarnar hjá Hómer séu skreyttar ýmiss kon-
ar tilbrigðum, verður þeirri hugsun tæplega varizt, að
skáldið hafi þar ausið af fornum sjóði og stuðzt við skáld-
.skaparhefð.
Næst Ijónum verður Hómer eigi tíðræddara um annað
rándýr en villigelti: Ungir veiðimenn og hundar slá hring
um villigölt, en hann brýnir hvíta tönnina í hinum beygða
skolti sínum (II. XI 414), fótfrár hundur nær aftan í lær-
in eða þjóhnappana á villigelti (II. VIII 338), villigöltur
„bíður í eyðistað á fjöllum uppi eftir mikilli mannös, sem
að honum fer, augu hans brenna af eldi, hann þeytir upp
burstina á baki sér og brýnir tennurnar“ (II. XIII 470),
villigeltir veita hundum og mönnum viðnám, „þeir skjót-
ast út á hlið og brjóta viðinn í kring um sig; þeir sníða
viðinn af við rótina, og heyrast þá af og til tannaskell-
Irnir, og þetta láta þeir ganga, þar til einhver skýtur þá
til dauðs“ (II. XII 146), hundar elta særðan villigölt, „en
þegar galti snýr sér við innan um hundana, þá hopa þeir
aftur og þjóta lafhræddir í sína áttina hver“ (II. XVII
725). — Yfirleitt er æði víða í kviðunum, bæði í líkingum
og utan þeirra, rætt um viðureign við villigelti. Frægt er
orðið örið, sem Evrýklea þekkti Ódysseif á, en hann hafði
fengið á dýraveiðum af vígtönn galtar nokkurs. — Ör-
sjaldan minnist Hómer á úlfa. Líklega hefur honum fund-
izt þá skorta hugprýði og tign í framgöngu, sem hann dáir
auðsjáanlega mjög hjá ljónum og villigöltum. I einni lík-
ingu (II. XI 473) segir frá mórauðum gullúlfum, sem
leggjast á særðan hjört, hráæturnar, í dimmum skógar-
runni. I annarri greinir frá glefsandi úlfum, er ráðast á
fé, sem sakir vangæzlu smalamannsins hefur orðið við-
skila við hjörðina (II. XVI 352), og loks segir (II. XVI
155) frá hráætum úlfum, „sem hafa óumræðilegt þor í
brjósti sér; þegar þeir hafa drepið stóran hjört hyrndan
á fjöllum uppi, rífa þeir hann í sig; kjaftarnir á þeim öll-
um eru rauðir af blóðinu, ganga svo í flokkum, ælandi