Skírnir - 01.01.1945, Page 62
60
Jón Gíslason
Skírnir
tveimur líkingum: „Hann hljóp sem sigurvanur veð-
hlaupahestur fyrir kerru“ (II. XXII 21), og í hinni (Öd.
XIII 81), að fjórum hestum er beitt fyrir kerru, og „jafn-
skjótt og drepið er á þá keyrinu, bregða þeir við allir
senn, reisa sig hátt og renna skeiðið hvatlega“. Þá segir
(II. XXII 162) af hestum, er „hlaupa mjög skjótt í kring
um marksúlur í dánarleikum eftir einhvern mann, og'við
liggur til verðlauna annaðhvort þrífætingur eða ambátt“.
Víðar kemur það fram hjá Hómer, að kappakstur hefur
verið vegleg íþrótt á fornöld Grikkja. Þarf ei annað en
minna á dánarleikana eftir Patróklus (11. XXIII 862 o.
áfr.), þar sem er að finna ágæta lýsingu á slíkum kapp-
akstri.1)
Vér höfum þegar séð þess vott, að Hómer hefur mætur
á að draga líkingar af tilkomumiklum rándýrum eða tign-
arlegum gæðingum. Meðal fuglanna virðist örninn uppá-
hald hans. Honum finnst mikið til um skarpskyggni hans,
svo sem segir í II. XVII 673: „Að því mæltu gekk hinn
bleikhári Menelás burt; hann skyggndist alla vega í kring
um sig sem örn, er menn segja skarpskyggnastan allra
fugla undir himinhvolfinu, því þó hann sé í háalofti, þá
sér hann, hvar hinn fótfrái héri lúrir undir allaufguðum
viðarrunni; fleygir örninn sér þá ofan á hann, hremmir
hann skjótlega og tekur hann af lífi.“ Á öðrum stað (II.
XXII 308) ræðir um háfleygan örn, „er þýtur til jarðar
gegnum hin dimmu ský til að hremma ungt lamb eða
hræddan héra“, eða hann ræðst á fuglaflokk, „gæsir, trön-
1) Kappakstur og’ reiðmennska voru og á klassískri tíð mikið iðk-
aðar íþróttir, enda var reiðmennskan nauðsynleg vegna riddaraliðs-
þjónustunnar. Nutu efnaðir Aþenumenn nákvæmrar kennslu í reið-
list. Hefur Xenófón ýmiss konar vitneskju að flytja um það efni.
A hinni frægu myndskreyttu veggjaræmu Parþenonhofs eru einmitt
sýndir aþenskir æskumenn á kyngöfgum gæðingtrm í helgigöngu
hinnar miklu verndargyðju borgarinnar. En vagnhestunum í forn-
öld hljótum vér að vorkenna, því að átakið hvíldi allt á brjóstól,
svo að hestinum hefur hlotið að verða erfitt um andardrátt. Aktygi
með klöfum eða hálskraga voru eigi fundin upp fyrr en á 9. öld e.
Kr. b. eða þar um bil.