Skírnir - 01.01.1945, Page 65
Skírnir
Líkingai', list og lif í skáldskap Hómers
63"
kemst svo að orði um Akkilles: „Hann rann upp sem ung-
ur kvistur, og ég klakti honum upp sem hríslu í frjóvum
eikargarði" (II. XVIII 56). Hetjan deyjandi hneigir
hjálmi búið höfuð „svo sem valmeyjargras, það er vex í
aldingarði, leggur út af höfuð sitt, niðurþyngt af ávexti
og vorskúrum“ (II. VIII 306). Það ber og við, að skáldið
notar blóm og laufblöð til að túlka með ótölulegan fjölda:
„Þeir numu staðar á enu blómlega engi Skamanders, ótölu-
legir sem laufblöðin og blómin, er þjóta upp á vorin“ (11. II
467), eða ætt manna er sem laufblaðanna, „sumum lauf-
blöðum feykir vindur til jarðar, en önnur spretta í blómleg-
um skógi, þegar vortíminn kemur“ (11. VI 145). En þótt eigi
sé víða að jurtagróðri vikið hjá Hómer, er þess skýr vott-
ur, að menn hafa þá kunnað að hlúa að gróðri í ræktuð-
um görðum. í einni líkingu er talað um nývökvaðan garð
(11. XXI 346), og í annarri segir nákvæmlega frá störfum
vatnsveitingamanns (II. XXI 257).
Vér höfum hingað til haft fast land undir fótum. Nú
skal hrinda fleyi úr vör með Hómer í stafni. Þess var
áður getið, að einn mikilvægan þátt úr lífi manna á sögu-
öldinni grísku vanti í skjaldarlýsinguna, sem prentuð var
hér að framan. Átt var við sjóferðir og siglingar. Að vísu
hafa Grikkir þá eigi verið orðnir þeir sægarpar og far-
menn, sem þeir síðar urðu, en hitt er auðsætt, að allgóð
skil hafa þeir kunnað á sjómennsku. Lögðust þeir í vík-
ing, og stóð öllum kaupmönnum af þeim mikil ógn. Eru
Hómer enda mjög tiltækar líkingar frá siglingum og sjó:
„Svo sem þegar steinóð, vindbólgin alda steypist úr háa-
lofti ofan í skríðandi skip; verður þá allt skipið hulið
sjávarfroðu, og ógurlegur vindþytur gnýr í seglinu, en
skipverjar verða hræddir og hjarta þeirra skelfur, því þá
er þeim mjótt á milli lífs og hels“ (11. XV 624). Þá flutt-
ust menn „með árum á bárum“ eða sigldu við hagstæðan
byr. Fegnir urðu þeir, ef guð gaf þeim byr, er þeir voru
þreyttir orðnir að lemja sjóinn „með hinum sléttsköfnu
árum“ (II. VII 4). Er Penelópa hefur mann sinn endur-
heimtan, verður hún fegin sem skipbrotsmenn að sjá land,.