Skírnir - 01.01.1945, Side 66
64
Jón Gíslason
Skírnir
„þegar Posídon hefir brotið þeirra ramgjörva skip á hafi
út“ (Ód. XXIII 233). Vér heyrum ölduna gnauða við
ógengan klett „við hinn gráa sæ“ (II. XV 617), „æpa við
klettasnös á brattri sjávarströnd“ (II. II 394), „öldu hins
brimótta hafs gnýja“ (II. II 209), „stórsjóinn ganga
drynjandi í móti vatnsstraumi í ósum himinrunnins vatns-
falls, og yztu strendur endurkveða, þegar sjórinn gnýr
upp á landið“ (II. XVII 263).
Hinir herskáu kappar leggja sér vart annað en steikt
kjöt til munns. í líkingum er hins vegar alloft vikið að
fiskveiðum, svo að augljóst er af því, að þær hafa stund-
aðar verið. Hefur fiskur sennilega verið algengt viður-
væri alþýðu. Vér sjáum í líkingunum menn sitja á kletta-
snösum við sjó fram með færi og öngul (II. XVI 406)„
maður kastar út beitu á langri dorgstöng til agns fyrir
smáfiska (Ód. XII 251), fiskar, sem dregnir hafa verið
í djúpriðnu neti utan af hinum gráa sæ inn í vík nokkra,
liggja í kös í fjörunni (Ód. XXII 384), maður hleypur
fyrir borð eftir ostrum (II. XVI 746), kolkrabbi er dreg-
inn út úr fylgsni sínu, og loðir smámöl við sogvörtur hans
(Ód. V 432), fiskur stekkur við þarafulla strönd og sting-
ur sér (II. XXIII 692), allar víkur í vogskornum fjarðar-
botni fyllast af fiski, sem er að flýja undan hval (II. XXI
22). Skal nú ei fleira talið, þetta látið nægja sem sýnis-
horn af þekkingu Hómers á hafinu og íbúum þess.
Margar líkingar hjá Hómer eru af veðurfari. Auðvitað
gætir þar miklu meir stórviðra og hamfara ýfðs sjávar
heldur en blíðviðris. Liggur í augum uppi, að stórsjóir og
ofviðri túlkuðu betur hildarleik og orustugný en sólstafir
og ládeyða. Skotvopnin drífa úr höndum kappanna „svo
sem fjúk fellur til jarðar, þegar hvass vindur, er feykir
hinum dimmu skýjum, eys því óðum niður á hina marg-
frjóvu jörð“ (II. XII 156). Hómer lýsir einnig hlákunni,
er snjó leysir og „þiðnar á háum fjöllum í landsynnings-
hláku, svo vöxtur kemur í árnar við leysinguna“ (Ód. XIX
205). Straumharðar ár og beljandi fjallalækir, er steyp-
ast af miklum ofsa í klettaþröngum, svo að undir tekur