Skírnir - 01.01.1945, Qupperneq 68
66
Jón Gíslason
Skírnir
mynd af umsátri um borg hefur Hómer brugðið upp í lík-
ingu einni (II. XYIII 207): „Svo sem reykinn leggur upp
allt til himins úr borg nokkurri í fjarlægri eyju, er óvin-
irnir herja á; halda eyjarskeggjar uppi harðri orustu all-
an daginn í gegn og verja borg sína; en jafnskjótt og sól
er runnin, blossa vitar upp hver hjá öðrum, og skýtur
bjarmanum hátt í loft upp, svo nábúarnir geti séð, ef svo
mætti verða, að þeir kæmi á skipum til að frelsa þá úr
háskanum." Átakanlegast var hlutskipti hinna eftirlifandi
ekkna í höndum miskunnarlausra óvina, eins og Ijóst má
verða af þessari líkingu í Ódysseifskviðu (VIII 523):
„Hann var sem kona sú, er fleygir sér grátandi ofan yfir
sinn kæra mann, er fallið hefir fyrir föðurland sitt og
landsmenn til að frelsa borg og börn frá enum dapra
degi: Þá hún lítur hann í fjörbrotunum aðkominn dauða,
kastar hún sér ofan yfir hann og hljóðar hástöfum, en
óvinirnir standa að baki henni og Ijósta bak hennar og
herðar með spjótsköptum og leiða hana í þrældóm til að
þola erfiði og víl, daprast þá kinnar hennar af aumkunar-
legasta harmi.“
Furðu glögga mynd veita líkingarnar af þeim heimi,
sem Hómer lifði í, þótt þær hafi auðvitað ekki verið
samdar með það fyrir augum heldur sem tilbrigði við stef
hinnar miklu hetjuhljómkviðu, undirraddir, og val þeirra
og efni hljóti því að nokkru leyti að takmarkast af því
hlutverki þeirra. En samt er „rúmsvæði“ þeirra óravítt,
eins og dæmin sanna. Enn eru þó margar líkingar ótald-
ar, einkum þær, er snerta margháttuð störf manna: menn
eru að skógarhöggi, svo að dynur verður í fjalldölum (II.
XVI 635), járnsmiður herðir bolöxi (Ód. IX 391), mæli-
þráður gerir beinan skipaviðinn (II. XV 410), smiður
borar skipatimbur (Ód. IX 384), hugvitsmaður gullbýr
silfur og smíðar fagra gripi (Ód. XXIII 159), soðinn er
nýrnamör af feitu alisvíni (II. XXI 362), maður steikir
blóðmörsiður yfir eldi brennanda og snýr því á ýmsar
hliðar og langar mjög eftir, að það stikni sem fyrst (Ód.
XX 25), sár grær eins skjótlega og fíkjulyf hleypa saman