Skírnir - 01.01.1945, Page 69
Skírnir Líkingar, list og líf í skáldskap Hómere 67
hvítri mjólk (II. V 902), skinnari fær mönnum stóra uxa-
húð að teygja (II. XVII 389), söngkænn hörpuslagari
vindur strenginn upp á spánnýjan hörpulykilinn (Ód.
XXI 406). Og engum manni er lýst af meiri aðdáun en
sjálfum hinum mikla söngmanni: „Mér fór sem manni
þeim, er starir á þann söngmann, sem kveður dauðlegum
mönnum til skemmtunar hjartnæm kvæði, þau er hann
numið hefir af sjálfum guðunum; eins og menn langar æ
því meir að hlýða á hann, því lengur sem hann heldur
áfram að kveða: eins varð ég frá mér numinn, þegar
hann sat hjá mér í kotinu og var að segja mér söguna“
(Ód. XVII 518).
Mælt er, að Fidías, hinn frægi höggmyndasnillingur,
hafi mótað svip sinn á skjöld Aþenulíkneskisins mikla.
Sumir hafa látið sér detta í hug, að Hómer hafi farið líkt,
hann hafi viljað greypa sjálfs sín mynd inn í trausta
stuðla hinna miklu hetjuljóða sinna, er hann lýsir söng-
manninum Demódókusi í VIII. bók Ódysseifskviðu: „Nú
kom kallarinn inn og leiddi hinn ástsæla söngmann. Þeim
söngmanni unni Sönggyðjan um aðra menn fram og veitti
honum bót með böli, hafði svipt hann sjón, en gaf honum
fagran kveðskap“ (Ód. VIII 62). Sé það rétt, sem arf-
sögnin hermir, að hinn mikli meistari söguljóðanna grísku
hafi blindur verið, gat hann með sanni sagt, að hin mátt-
uga Sönggyðja hefði honum „of fengnar bölvabætr“, og
það hafa hin dýrlegu ljóð hans líka orðið öllum þeim,
sem setið hafa við nægtabrunn þeirra.
6*