Skírnir - 01.01.1945, Page 70
Jón Jóhannesson
. .•• , ' ...
I •'....*•» •
Reisubók Bjarnar Jórsalafara
I.
Reisubókar Bjarnar Jórsalafara er fyrst getið í Græn-
landsannál Bjarnar Jónssonar á Skarðsá frá 1625 eða
næstu árum.1) Björn hefur tekið upp í annálinn ágrip,
„skrifað úr Reisubók Bjarnar bónda Einarssonar". Af
orðalaginu hafa menn ráðið, að Björn hafi haft reisubók-
ina fyrir sér.2) Næst getur Arngrímur Jónsson lærði
hennar í Specimen IslancLiæ, er kom út í Amsterdam 1643,
en mun hafa verið fullsamið 1633 að mestu.3) Þar segir
Arngrímur, að bókin sé enn til. Loks getur Jón lærði Guð-
mundsson reisubókarinnar í tveimur ritum sínum: Um
ættir og slekti (samið um 1640 eða skömmu síðar) og Tíð-
fordrífi (frá 1644). í ritgerðinni „Um ættir og slekti“
segir Jón, að reisubókin hafi verið „með hönd höfð“ í ung-
dæmi hans, en í „Tíðfordrífi“ segist hann hafa verið barn,
þegár faðir hans hafði hana. Jón var fæddur í ófeigsfirði
á Ströndum 1574 og ólst upp í Árnessþingum til 16 ára
aldurs. Bókin hefur því verið í Árnessþingum einhvern
tíma á árunum 1580—90, en Jón hefur aldrei séð hana
1) Á einum stað er kveðið svo að orði í annálnum: „sem nú á
Skaga á Reykjaströnd anno 1625“. Sbr. Jón Dúason: Landkönnun
og landnám íslendinga í Vesturheimi, 657. bls. Ég hef ekki haft að-
gang að handritum annálsins, og hann hefur aldrei verið prentaður
allur. Fyrir víst er annállinn eldri en 1636. Það ár fékk Björn
þann hluta Hauksbókar, sem Landnáma var í (Wormii Epistolæ,
104, 105), en hana hefur hann ekki þekkt, er hann samdi annálinn.
2) Sbr. einkum Safn Fræðafél. IX (Rímur fyrir 1600), 377.
3) Menn og menntir IV, 164 o. áfr.