Skírnir - 01.01.1945, Page 71
Skírnir
Reisubók Bjarnar Jórsalafara
69
síðar. Allir aðrir, sem minnzt hafa á reisubókina, hafa
farið eftir ritum þessara þriggja manna, en bókin sjálf
hefur horfið með öllu, og eru lítil líkindi til, að hún komi
í leitirnar héðan af.
Reisubókin hefur verið eina íslenzka ritið sinnar teg-
undar um margar aldir. Hún hefur f jallað um menn og at-
burði á þeim tímum, sem eru mjög fáskrúðugir að heim-
ildum, og þeir atburðir snertu frændur vora, hina fornu
Grænlendinga, skömmu áður en þeir hurfu sjónumEvrópu-
manna. Allmikil eftirsjón er því í henni. Nokkur bót er
þó í máli, að þeir Björn á Skarðsá, Arngrímur og Jón
lærði hafa varðveitt fáein efnisatriði úr reisubókinni í
ritum sínum. En þau atriði eru þess eðlis, að vafi hefur
þótt leika á um aldur hennar og gildi og fræðimenn hafa
ekki orðið sammála um, hvort réttara sé að kenna hana
við Björn Einarsson í Vatnsfirði (f. um 1350, enn á lífi
1413) eða dótturson hans, Björn Þorleifsson hirðstjóra á
Skarði (d. 1467). Ég hygg, að þær umræður séu komnar
á algerar villigötur, og mér hefur þótt ómaksins vert að
taka málið til athugunar frá rótum, þótt uppskeran yrði
lítil. Frásagnir þeirra Bjarnar á Skarðsá, Arngríms og
Jóns lærða eru undirstaða allra slíkra rannsókna, og verð-
ur því að birta þær hér, þótt það hafi verið gert oft áður.
a. Grænlandsannáll Bjarnar Jónssonar á Skarðsá, sam-
inn um 1625:
„Þetta fátt eitt með stytzta ágripi er skrifað úr Reisu-
bók Bjarnar bónda Einarssonár, ér bæði var kenndur
Vatnsfjarðar-Björn og stundum Jórsalafari:
Vatnsfjarðar-Björn Jórsalafari fór í þriðju Rómferð
sinni út allt til Jórsala. I þeirri reisu útvegaði hailn marg-
ar historíur heilagra með helgum dómum, er hann með
sér út flutti og heim færði í Vatnsfjörð. Hann hafði
margt að segja og af sínum reisum og lífsháskum, sem
hann í kom og hans húsfrú Ólöf, þó helzt og mest í einni
þeirri seinustu, þá er hann var lengst tepptur í Grænlandi
fyrir sakir hafísa. f þeirri Jórsalaferð missti hann af sér
alla sveina á einni nóttu, en húsfrúin Ólöf allar þjónustu-