Skírnir - 01.01.1945, Page 73
Skírnir
Reisubók Bjarnar Jórsalafara
71
Fróðir menn segja, að sá Einar fóstri hafi kveðið og
Skíðarímu til skemmtunar einn tíma, sem honum bar að
skemmta. Þar er og svo að orði komizt í endingu
kveðlingsins:
Ei hef eg frétt, hver ævilok
urðu Norðmanns Skíða.
Hér skal Suðra sjávarrok
sunnudagsins bíða.
Hann kvað og Skaufhalabálk og barngælur, svo sem
hann nefnir í ending bálksins:
Hefur bálk þenna
og barngælur
ort ófimlegur
Einar fóstri.“ *)
b. Specimen Islandiæ (154. bls.). Hér snúið á íslenzku
úr latínu:
„Þegar ég tel upp höfunda rita um fyrstu byggð Græn-
lands, má ekki sleppa Birni Einarssyni, landa vorum,
mikils metnum manni og frægum, sem fór þrisvar til
Rómaborgar, m. a. 1879. 1 síðustu ferðinni komst hann
jafnvel allt til landsins helga ásamt ólöfu, konu sinni,
enda var hann auðugur maður og horfði ekki í kostnað.
Meðal annarra leiðinda og örðugleika á ferðalaginu hrakt-
ist hann mjög í hafi og tók loks Grænland á heimleið og
hafði þar eigi skamma dvöl. En er hann dvaldist þar all-
lengi, þá hann Eiríksfjarðarsýslu, sem íbúarnir, er ekki
var ókunnugt um mannkosti hans, buðu honum. Hann
rak hana vel rúmt misseri og lagði sig í framkróka um að
rannsaka allt, sem til náðist, um grænlenzk efni og skýrði
trúlega frá því í ferðabók sinni, sem enn er til, og er hann
var aftur kominn til föðurlandsins, veitti hann því inn í
annála vora.“
c. Um ættir og slekti, ritgerð Jóns lærða Guðmundsson-
1) ísl. fbrs. III, 436—437. Þar prentað eftir eiginhandarriti
Bjarnar á Skarðsá.