Skírnir - 01.01.1945, Page 74
72
Jón Jóhannesson
Skírnir
ar, samin um 1640 eða skömmu síðar. Þar getur Jón um
Salómon prest Magnússon og Guðrúnu, fylgikonu hans,
„dóttur Ólafs bónda í Æðey í ísafirði, sem beztur hvala-
skutlari hefur verið á íslandi“, og rekur ætt sína frá
þeim. Síðan segir hann:
„Snemma á Salómons tíð var Björn Einarsson, Patriks-
fjarðar-Björn, kenndur Jórsalafari. Hann fór tveim sinn-
um til Róms og í þriðju ferðinni allt út til Jórsala og hans
kvinna Ólöf. Skrifað er hann hafi andazt í Hvalfirði, en
sé grafinn í Skálholti. Hann kom við Gunnbjarnareyjar.
Einar fóstri var skáld hans, sem kvað Skíðarímu. Hans
reisubók var með hönd höfð í ungdæmi mínu. Hann villt-
ist í Grænland. Þá hélt gamall prestur biskupsstólinn í
Grænlandi. Björn hafði Eiríksfjarðarsýslu og fékk marga
sauðabægi í sína gjaftolla. Um hann er einnig langt að
skrifa.“ x)
d. Tíðfordríf Jóns lærða Guðmundssonar, ritað 1644:
„Þegar Björn bóndi (ekki Skarðs-Björn ríki, heldur)
Jórsalafari, faðir Vatnsfjarðar-Kristínar, var tepptur í
Grænlandi með skip og fólk, þá hafði gamall prestur hald-
ið biskupsstólinn og vígt prestana. Þá létu þeir Björn
bónda hafa Eiríksfjarðarsýslu, og hversu marga fram-
parta af sauðaslátri hann fékk í gjaftolla, var einninn
greint í þeirri1 2) reisubókarkorni. Ég var þá barn, nær
faðir minn hafði hana, og man því næsta lítið þar af. Þar
fannst þá reyður með skoti Ólaf [s] bónda í Æðey á Isa-
firði, og náði bóndi þar þeim skotmannshlut, sem hann
þurfti matar við fyrir fólk sitt. Guðrún, dóttir þessa sama
bónda, var að sönnu, sem mín ættarbréf hljóða, móðir
Þormóðar Salómonssonar, míns langafa.3) . . . Ég sá í
gömlu kveri soddan annál: Björn bóndi Einarsson andað-
ist í Hvalfirði, en var fluttur í Skálholt til greftrunar.
Hann héldu menn vera þennan Jórsalafara. Hans hústrú
1) Safn t. s. ísl. III, 712.
2) Svo.
3) Islandica XV, 38. Þar prentað eftir eiginhandarriti Jóns.