Skírnir - 01.01.1945, Page 76
74
Jón Jóhannesson
Skímir
II.
Jón lærði kallar reisubókina öðrum þræði reisubókar-
kom. Eftir því að dæma hefur hún verið fremur lítil, en
þó hljóta þessar frásagnir að vera einungis örlítið hrafl
úr henni og veita því óljósa hugmynd um efnið. Takmörk
efnisins má þó ráða í. Nafnið bendir til þess, að reisu-
bókin hafi fyrst og fremst verið ferðasaga eða ferðasög-
ur. Dauða Bjarnar Jórsalafara hefur sennilega ekki verið
getið. Annáll sá, er Jón lærði vísar til í d og e (sbr. c) um
dauða og greftrun Bjarnar Einarssonar, er eflaust vitnis-
burðarbréf nokkurt frá 1508,1 2) prentað í fyrsta morð-
bréfabæklingi Guðbrands biskups 1592,-) og líklega er
það einmitt sá bæklingur, sem Jón kallar gamalt kver.
Orðið annáll (eða annál, hvk.) hafði þá miklu víðtækari
merkingu en nú, gat merkt allar ritaðar frásagnir, þótt
þær væru ekki í annálsformi. Ætt Bjarnar mun ekki held-
ur hafa verið rakin, hvorki fram né aftur, og hefur því
verið örðugra að átta sig á, hver hann var, sbr. orð Jóns
lærða í d: „Hann héldu menn vera þennan Jórsalafara."
Ef nokkuð má ráða af þessu atriði um aldur reisubókar-
innar, þá bendir það helzt til, að hún hafi verið samtíðar-
rit eða því sem næst. Án efa hefur hún verið rituð fyrir
1580, en 16. aldar höfundur myndi að öllum líkindum hafa
gert einhverja grein fyrir Birni og getið niðja hans, er
alkunnir voru.
Hver er nú afstaða frásagna þeirra Bjarnar á Skarðsá,
Arngríms og Jóns lærða til reisubókarinnar og innbyrðis?
Menn hafa gert ráð fyrir því, að þær væru runnar frá
bókinni eftir óháðum leiðum og hefðu því sjálfstætt gildi.
En mér virðist enginn vafi geta á því leikið, að þær séu
allar frá Jóni lærða komnar og ritaðar eftir minni hans.
í Grænlandsannál Bjarnar á Skarðsá segir, að ágripið
sé skrifað úr reisubókinni, og Arngrímur lærði segir, að
1) fsl. fbrs. VIII, nr. 162. „Björn Einarsson dó suður í Hvalfirði,
en liggur í Skálholti,“ segir þar.
2) Sbr. Reykjavíkurútgáfuna 1902, 57.—58. bls.