Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 87
Skírnir
Reisubók Bjamar Jórsalafara
85
hafi farið til Róms og Jórsala. Þó verður ekki mikið lagt
upp úr því. Efni bréfa og skjala er venjulega svo einhliða
og takmarkað, að þau eru mjög gloppóttar heimildir um
ævi manna. Auk þess hefur fjöldi skjala frá 15. öld vafa-
laust glatazt. Þeirra hluta vegna er því eigi loku fyrir það
skotið, að Björn Þorleifsson kunni að hafa hrakið til
Grænlands, og verða nú rædd lið fyrir lið hin helztu rök,
er fram hafa komið því máli til stuðnings.
Ólafarnafnið kemur heim við konu Bjarnar Þorleifs-
sonar, en ekki konu Bjarnar Einarssonar. Þeirri röksemd
verður ekki mótmælt, en hún er gagnslaus ein sér. Nafna-
ruglingurinn getur vel verið sprottinn af misminni eða
misskilningi Jóns lærða og nafnið hafi verið rétt í reisu-
bókinni.
í Biskupaannálum, er séra Jón Egilsson lauk árið 1605,
er skýrt frá hrakningi Bjarnar ríka Þorleifssonar og Ólaf-
ar Loftsdóttur, konu hans, til Grænlands á þessa lund:
,,Þau sigldu oft. En svo bar til einu sinni, að þau urðu
skipreka hjá Grænlandi, því þau fengu hafvillur. Þar
drukknaði hver maður utan þau tvö. Þar kom að tröllkarl
og kerling. Hann (þ. e. Björn) batt tvær stikur klæðis
um höfuð honum, en hún — þrjár stikur lérefts batt hún
um hennar höfuð. Þau höfðu stóra meisa á herðum og
setti hvort fyrir sig: Hann (þ. e. tröllkarlinn) setti hann
í meisinn, en hún hana, og báru þau svo lengi, þar til þau
komu að einum túngarði. Þau voru þá komin til Garða,
hver að sagður er biskupsstóll á Grænlandi, og voru svo
þar um veturinn. — Rétta leið hingað þá skal sigla 12 vik-
ur fyrir sunnan Reykjanes. — Um vorið [eftir] komu
þau út til íslands.“J)
Þessi sögn er eldri en frásagnirnar úr reisubókinni, en
þó er hún ekki vel til þess fallin að vekja traust. Þetta er
sama tröllasagan sem í Grænlandsannál Bjarnar á Skarðsá,
en miklu ýktari og ósennilegri og hefur sennilega alla tíð
gengið í munnmælum, unz séra Jón færði hana í letur. Á
1) Safn t. s. fsl. I, 58.