Skírnir - 01.01.1945, Page 89
Skírnir
Reisubók Bjamar Jórsalafara
87
hefur haft ýmsar sagnir af Ólafi í Æðey, forföður sínum,
er hann taldi beztan hvalaskutlara verið hafa á Islandi.1 2)
I reisubókinni hefur hins vegar að öllum líkindum verið
gerð lítil grein fyrir þeim Ólafi, sem þar var nefndur. Jón
gat vel ályktað svo, að um sama mann væri að ræða, ekki
sízt af því að tímatalið var honum óljóst. Athyglisvert er,
að í ágripinu (a) er nefndur Ólafur Isfirðingur, en hann
er eigi kenndur þar við Æðey. Vel má vera, að það sé upp-
runalegra og Jón lærði hafi síðar slengt honum saman við
Ólaf í Æðey.
Björn á Skarðsá og Jón lærði segja, að Einar fóstri
hafi kveðið Skíðarímu. En í rímunni gætir bókmennta-
áhrifa, sem tengja hana sterklega við Skarð á Skarðs-
strönd og benda til þess, að hún muni vera frá dögum
Bjarnar Þorleifssonar.-) Auk þess er ríman eignuð (með
vafa þó) „Svarti skáldi Ólafar hústrú“ (þ. e. Svarti Þórð-
arsyni á Hofstöðum, skáldi Ólafar Loftsdóttur) í einu
ungu handriti (Lbs. 1576, 8vo). Hér er því enn atriði,
sem tengir reisubókina óbeint við Björn Þorleifsson. En
eigi er það þungt á metunum. Sögnin um, að Svartur sé
höfundur rímunnar, mun lítils eða einskis virði,3) en önn-
ur rök virðast nægilega sterk til þess að sanna, að ríman
sé frá dögum Bjarnar Þorleifssonar og tengd við Skarð.4)
Hitt er annað mál, hvort heimildirnar um, að Einar fóstri
sé höfundur rímunnar, eru öruggar. Ég hef áður vikið að
því, að Björn á Skarðsá muni hafa farið eftir sögn Jóns
lærða, svo að heimildin er í rauninni einungis ein. En ef
orð Bjarnar á Skarðsá eru íhuguð, sést, að þar muni ekki
vera um arfsögn að ræða, heldur ályktun, sbr. málsgrein-
1) Sbr. Islandica XV, 12.
2) Kvæðasafn Bmf., 175—176; Safn Fræðafél. IX (Rímur fyrir
1600), 385—388.
3) Sbr. Safn Fræðafél. IX (Rímur fyrir 1600), 382—384.
4) Sum atriði rakanna geta þó orkað tvímælis, t. d. það, að Geir-
mundur heljarskinn er nefndur einn íslendinga meðal kappanna í
Valhöll. Höfundur rímunnar virðist hafa þekkt Sturlunga sögu, en
hún hefst einmitt á þætti af Geirmundi.