Skírnir - 01.01.1945, Page 90
88
Jón Jóhannesson
Skímir
ina: „Þar er og svo að orði komizt í endingu kveðlings-
ins.“ Sögn sú, sem höfð er eftir reisubókinni, að Einar
fóstri skyldi skemmta hvern sunnudag, þriðjudag og
fimmtudag, og síðustu vísuorð rímunnar: „Hér skal Suðra
sjávarrok sunnudagsins bíða“ — hafa komið Jóni lærða
(eða öðrum) til þess að álykta, að Einar fóstri væri höf-
undur rímunnar. En sú ályktun er mjög vafasöm, jafnvel
þótt vísuorðin séu skilin svo, að heitið sé framhaldi eða
flutningi rímunnar næsta sunnudag.
Af páfabréfi frá 20. sept. 1448x) hafa sumir menn
viljað ráða, að fregnir hafi borizt þá fyrir skömmu frá
Grænlandi, og hafa þær verið settar í samband við Græn-
landshrakning Bjarnar Þorleifssonar. Finnur Magnús-
son efaðist ekki um, að reisubókin væri réttkennd við
Björn Einarsson, en hann veitti því ekki athygli, að sögn
séra Jóns Egilssonar er af sömu rót, og taldi hugsanlegt,
að Björn Þorleifsson hefði verið í Grænlandi um 1445—
46.1 2) Jón Þorkelsson bendir á, að Björn Þorleifsson hverfi
„alveg úr bréfagerðum hér á landi frá 6. apríl 1444—
8. okt. 1447“, og telur „nærri einsætt, að hann og kona
hans hafi verið á Grænlandi veturinn 1446—1447“.3) Við
þetta er margt að athuga. Að vísu er það rétt, að Björn
hverfur úr bréfagerðum á þessum tíma, en sanna má, að
hann var hér á landi 1446. Um vorið það ár var hann
staddur á Kvennabrekku og tók þá umboð Ólafar Ara-
dóttur á eignum, sem hún átti hjá Guðmundi ríka á Reyk-
hólum, bróður sínum, en náði eigi, og um haustið, 21. sept.,
riðu þeir Björn og Einar hirðstjóri, bróðir hans, með
flokk manna til Reykhóla og tóku eignir Guðmundar undir
sig.4) Eftir þessu hefur Jón Þorkelsson ekki tekið, og
sýnir það bezt, hve valt er að byggja mikið á því, þótt
1) ísl. fbrs. IV, nr. 776.
2) Grönl. hist. Mindesmærker III, 468—470. — Við þá tilgátu er
stuðzt í Sýslumannaævum II, 505.
3) Kvæðasafn Bmf., 171.
4) ísl. fbrs. IV, nr. 725; VI, nr. 144, 214, 223, 258; VIII, nr. 63. —
Árni Magnússon telur, að Reykhólareið hafi orðið 1445 (ísl. fbrs.