Skírnir - 01.01.1945, Page 92
90
Jón Jóhannesson
Skímir
Nú hefur verið sýnt fram á, að rökin fyrir þeirri skoð-
un, að reisubókin hafi verið um ferðir Bjarnar Þorleifs-
sonar, eru harðla léttvæg og í rauninni einskis virði. Þó
eru öll kurl ekki komin til grafar enn. Veturinn 1456—57
fór Björn utan ásamt konu sinni og ætlaði á fund kon-
ungs (Kristjáns I.). Þau hrepptu ofviðri á leiðinni og leit-
uðu hafnar í Orkneyjum. Þar réðust Skotar á þau, og
eftir harða orustu voru Björn, kona hans og fylgdarlið
tekin og flutt í fjötrum upp í Skotland og fram fyrir
Skotakonung.1 2) Á þennan atburð er ekki minnzt einu orði
í frásögnunum úr reisubókinni, og hefur hann þó varla
þótt síður sögulegur en hinir. Loks má geta þess, að í
páfabréfi frá 1492 segir, að siglingar séu mjög sjaldgæf-
ar til Grænlands vegna íssins umhverfis og geti einungis
átt sér stað í ágústmánuði, er ísinn hafi leyst frá. Þess
vegna hyggi menn, að ekkert skip hafi komið þangað
síðustu 80 ár.~) Það sinn virðist páfi hafa fengið góða
vitneskju um Grænland beint frá Norðurlöndum, og þessi
sögn kemur merkilega heim við það, að 1410 kom til
Noregs síðasta skipið, sem öruggar heimildir eru um, að
farið hafi til Grænlands frá Norðurlöndum, meðan hin
forna byggð Grænlendinga var enn til.3)
Niðurstaðan verður þá þessi: Sú skoðun, að Björn Þor-
leifsson hafi hrakið til Grænlands, styðst ekki við öruggar
heimildir, og sterkar líkur eru til þess, að hún hljóti að
vera röng. Um leið fellur ástæðan til þess að kenna reisu-
bókina við hann. 1 frásögnunum úr reisubókinni eru að
vísu nokkur atriði, sem koma ekki heim við Björn Einars-
son, en þau hijóta að vera sprottin af misminni eða mála-
blöndun hjá Jóni lærða. Svo er um nafnið á konu Bjarnar
Einarssonar, ættartölu Jóns lærða til Ólafs þess, sem
nefndur hefur verið í reisubókinni, og sögn þá, að Einar
fóstri hafi kveðið Skíðarímu.
1) ísl. fbrs. V, nr. 136.
2) Dipl. Norw. XVII, nr. V59; (Norsk) Hist. Tidsskr. 3. R. II,
399—401, 407—408.
3) Sjá Nýja annál.