Skírnir - 01.01.1945, Page 94
92
Jón Jóhannesson
Skírnir
aði þá svo til, að landið var biskupslaust. Álfur biskup í
Görðum, hinn síðasti biskup, er fór til Grænlands, hafði
látizt 1377 eða 1378. Vafalaust hefur einhver prestur
gegnt biskupsstörfum, eins og segir í ágripinu. Vestri-
byggð mun þá hafa verið aleydd orðin af hinum fornu
Grænlendingum, og Gottskálksannáll segir, að 1379 hafi
Skrælingjar herjað á Grænlendinga, drepið af þeim 18
menn og tekið tvo sveina og þrælkað. Ef þá sögn má
marka, hefur verið heldur ófriðlegt með Grænlendingum
og Skrælingjum um þær mundir. Konungur hafði um-
boðsmann sinn á Grænlandi og einokaði verzlunina við
Björgvin. Mátti enginn verzla í Grænlandi nema með kon-
ungs leyfi. Fyrst í stað munu Grænlandsfararnir hafa
ætlað að hlýðnast því banni, en voru neyddir til að brjóta
það. Á alþingi, sem var venjulega haldið í Görðum, gerðu
Grænlendingar samtök með sér um að selja engum Aust-
mönnum, sem þar voru komnir, mat, nema þeir keyptu
einnig annan grænlenzkan varning.1) Þetta hefur gerzt
annaðhvort sumarið 1385 eða 1386. Auðsælega hefur ver-
ið mikill siglingaskortur til Grænlands, úr því að íbúarnir
beittu slíkum ráðum.
. Frásagnirnar úr reisubókinni um dvöl Bjarnar í Græn-
landi hafa geymt minningar um matarskort skipverja.
Þær eru í sjálfu sér ekkert tortryggilegar nema helzt
sögnin um gjaftollinn. Hér á landi er ekki getið um gjaf-
toll fyrr en 1490,2) -en þó má vera, að hann hafi þá verið
kominn á fyrir löngu. Sögnin um tröllin, sem hafa senni-
lega verið eskimóar, er merkileg. Vafalaust hefur einhver
slæðingur af eskimóum verið kominn þá til Eystribyggð-
ar, og minning um, að fullur trúnaður hafi ekki verið með
þeim og Grænlendingum, kann að felast í sögninni um,
að Björn lét tröllin sverja sér trúnaðareiða. Tortryggi-
legust er sögnin um viðkomuna í Gunnbjarnareyjum, eins
og ég hef áður bent á.
1) ísl. fbrs. III, 440. bls.
2) ísl. fbrs. VI, nr. 630.