Skírnir - 01.01.1945, Side 95
Skírnir
Reisubók Bjarnar Jórsalafara
93
I frásögnunum úr reisubókinni eru allir Grænlandsfar-
arnir horfnir nema Björn og fólk hans, og hann er for-
ystumaðurinn. Getið er aðeins um eitt skip, og gert er
ráð fyrir, að Björn hafi einungis verið einn vetur í Græn-
landi. Þar koma fram greinileg einkenni munnmæla, og
styðja þau það, sem áður er sagt.
Áður en Grænlandsfararnir héldu brott, buðu þeir um-
boðsmanni konungs skipsrúm fyrir góss krúnunnar, en
hann vildi ekki fá þeim það í hendur, sökum þess að þeir
höfðu engin bréf fyrir því.1) 1387 komu skipin öll hingað
í Hvalfjörð, er þá var orðin fjölsótt höfn, og munu hafa
verið hér um veturinn, enda líklega komið seint. Virðist
þá hafa verið róstusamt í Hvalfirði, því að svo segir í
Flateyjarannál við árið 1387: ,,Fun[dr] (o: bardagi)
kaupmanna í Hvalfirði við Sumarliða (Þorsteinsson).
Efldist hann síðan með flokkum og framferðum.“ Sumar-
liði hefur sennilega verið í umboði Þorsteins Eyjólfssonar
á Urðum, föður síns, er hafði tekið við hirðstjórn um
sumarið og hefur talið kaupmennina lögbrjóta vegna
hinnar óleyfilegu verzlunar á Grænlandi. Björn var kom-
inn heim í Vatnsfjörð 27. nóv. og keypti hann þá hálfan
af Jóni murta Nikulássyni.2) Sumarið eftir (1388) fóru
þeir Björn og Sigurður hvítkollur báðir utan, eflaust með
hinum Grænlandsförunum. En er til Noregs kom, kærði
Hákon Jónsson Grænlandsfarana fyrir: 1) Að þeir hefðu
siglt til Grænlands af ásettu ráði og gegn betri vitund.
2) Að þeir hefðu verzlað á Grænlandi án leyfis konung-
dómsins. 3) Að þeir hefðu keypt góss krúnunnar gegn
lögum. Gekk dómur um þessar sakir 17. og 20. maí 1389.
Grænlandsfararnir kváðu nauðsyn hafa til borið um tvö
fyrstu kæruatriðin, en neituðu hinu þriðja. Leiddu þeir
sem votta tvo menn, er verið höfðu fyrir á Grænlandi og
komið með þeim þaðan.3) Með því að Grænlandsfararnir
1) ísl. fbrs. III, 440—441.
2) ísl. fbrs. III, nr. 344.
3) Annar þein-a hefur e. t. v. verið Páll Grænlendingair, er lézt
í Noregi 1392.