Skírnir - 01.01.1945, Síða 96
94
Jón Jóhannesson
Skírnir
höfðu goldið sekkjagjöld af hinum grænlenzka varningi,
sluppu þeir við svo búið, en kæran sýnir, hve eftirlitið
með Grænlandsverzluninni var þá strangt. í dómnum,
sem er enn til í frumriti,1) eru ekki nefnd nöfn neinna
Grænlandsfaranna, en vafalaust hefur Björn og þeir ís-
lendingarnir orðið fyrir sömu ákærum sem Norðmenn.
Sigurður hvítkollur fór til Islands sama ár (1389), en
Björn fór til Róms, eflaust í því skyni að efna að sínum
hluta heit það, sem gert var í hafíshrakningnum. Gera
má ráð fyrir, að fleiri Grænlandsfarar hafi farið, þótt
þess sé ekki getið. 1391 kom Björn út í Þerneyjarsundi
ásamt nokkrum öðrum íslenzkum Rómferlum.
Næstu 14 ár virðist Björn hafa setið um kyrrt hér á
landi og kemur nokkuð við sögu á því tímabili, þótt hér
sé eigi rakið. En 1405 lagði hann af stað í síðustu utan-
för sína. Rétt áður en hann steig á skipsfjöl í Hvalfirði,
gerði hann testament sitt þar, 25. júlí 1405. Testamentið
er enn til og er merkisplagg.2) Þar segist Björn vera
„skyldugur að ganga til sanctum Jacobum“, þ. e. til Sant-
iago de Compostella á Spáni, en þangað flykktust píla-
grímar úr öllum hinum kaþólska heimi um margar aldir.
Er því annaðhvort, að Björn hefur ekki efnt hið fyrra
heit sitt til hlítar, þegar hann fór til Róms, eða hann hefur
unnið nýtt heit síðar, t. d. í svartadauða (1402—1404),
og er það líklegra. Vilchin Skálholtsbiskup fór utan á
sama skipi sem Björn, en andaðist, er til Noregs kom.
Björn sá um útför hans í Björgvin. Árið eftir (1406)
lagði Björn af stað suður með Solveigu Þorsteinsdóttur,
konu sinni. Hún hafði farið utan 1401 í ferju, er Björn
lét smíða að helmingi við dómkirkjuna í Skálholti, og
dvalizt erlendis síðan. Þau hjónin fóru fyrst til Róms og
þaðan til Feneyja, stigu þar á skip og héldu til Jórsala-
lands, til grafar Krists. Þaðan fóru þau aftur til Feneyja
og skildu þar. í þeirri för ætti ævintýrið að hafa gerzt,
1) ísl. fbrs. III, nr. 367.
2) ísl. fbrs. III, nr. 680.