Skírnir - 01.01.1945, Síða 101
Skírnir
Hin ytri skipun ísl. utanríkismála 1918—1944
99
vitað sjálfráðir um það, undir hvaða stjórnarskrifstofu
þeir vildu láta þennan embættismann heyra, því að það
var þeirra innanríkismál.
Ástæðan til þess, að sendiherrann var látinn koma und-
ir forsætisráðuneytið danska, en ekki utanríkisráðuneyt-
ið, mun hafa verið sú, að óeðlilegt var talið, að sami
danski ráðherra, sem átti að koma fram fyrir Islands hönd
gagnvart öðrum ríkjum og að því leyti til var ráðherra
fyrir fsland — og bar því skylda til að láta sér jafnannt
um hagsmuni fslands og Danmerkur — væri einnig yfir-
maður þess aðila, sem átti að gæta hagsmuna Danmerkur
á íslandi.
Skal þá vikið að skipun hins fyrsta íslenzka sendiherra
erlendis.
Það mun hafa þótt sjálfsagt fljótt eftir gildistöku sam-
bandslaganna, að senda diplómatiskan fulltrúa til Dan-
merkur. í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir ár-
in 1920 og 1921, sem lagt var fram á Alþingi árið 1919,
voru ákveðin laun handa sendiherra í Danmörku. Mörg-
um þótti hér um óþarft starf að ræða og töldu fjárveit-
inguna sóun á ríkisfé. Málið mætti því nokkurri mót-
spyrnu í þinginu, en fjárveitingin náði þó samþykki. Árið
eftir var embætti sendiherra lögfest á Alþingi.
Hinn 16. ágúst 1920 var Sveinn Björnsson, þáverandi
hæstaréttarmálaflutningsmaður, skipaður sendiherra ís-
lands í Kaupmannahöfn. Konungur skipaði í embættið, en
forsætisráðherra skrifaði með honum undir skipunar-
skjalið. Var þar viðhöfð nákvæmlega sama aðferð og tíðk-
aðist um íslenzkar embættaskipanir, sem konungsveiting
var fyrir. Hins vegar var embættisskjalið gefið út af for-
sætisráðherra íslands til utanríkisráðherra Danmerkur.
í embættisskjalinu var tekið fram, að sendiherrann hafi
verið skipaður fulltrúi íslenzku ríkisstjórnarinnar í Dan-
mörku með fullu sendiherraumboði.
Af fslands hálfu var lögð áherzla á, að sendiherrann
hefði í orði og reynd öll sömu réttindi sem sendiherrar
annara ríkja í Danmörku, og svo varð einnig. Þannig átti