Skírnir - 01.01.1945, Page 102
100
Ag-nar Kl. Jónsson
Skirnir
sendiherrann frá upphafi beinan aðgang að konungi og
utanríkisráðherra Dana. Hann og starfsfólk sendiráðsins
naut frá byrjun úrlendisréttinda (exterritorialréttinda),
og réttur sendiráðsins sem slíks (jus legationis) var við-
urkenndur í orði og verki. Nokkur óvissa var í upphafi
um það, hvernig afstaða sendiherra skyldi vera til per-
sónu konungs, en konungur mun þá strax hafa ákveðið,
að setja skyldi sendiherrann skör hærra í því efni en
sendiherra annara ríkja, þar sem hann væri fulltrúi ríkis,
þar sem konungurinn var þjóðhöfðingi. Var svo ákveðið,
að við hirðina skyldi sendiherra íslands ganga næst á
undan doyen (oddvita sendiherranna) og sendiherrum
annara ríkja. Hins vegar fékk sendiherra vegna sérstöðu
sinnar ekki samþykki til að geta orðið doyen í corps
diplomatique í Kaupmannahöfn.1)
Af því sem að framan er sagt má sjá, að Island og Dan-
mörk skipuðu þessum málum ekki alveg eins, þótt raun-
verulegur munur væri lítill, aðallega sá, að sendiherra
Dana kom ekki undir utanríkisráðuneytið í Kaupmanna-
höfn, heldur forsætisráðuneytið, en sendiherra Islands þar
stóð einmitt í sambandi við utanríkisráðuneytið danska.
Áður er þess getið, að utanríkisráðherra Danmerkur
og starfsmönnum danska utanríkisráðuneytisins hafi sam-
kvæmt sambandslögunum verið falið að gæta hagsmuna
íslands gagnvart öðrum ríkjum. Hlutverk þessara aðila
var að framkvæma óskir íslenzku ríkisstjórnarinnar, og
hafði utanríkisráðherrann sér til aðstoðar í því skyni sér-
stakan ráðunaut, sem jafnframt var trúnaðarmaður ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar í danska utanríkisráðuneytinu.
Samkvæmt sambandslögunum átti trúnaðarmaðurinn að
vera skipaður eftir ósk íslenzku ríkisstjórnarinnar og í
samráði við hana, og var sérstaklega tekið fram, að hann
skyldi hafa þekkingu á íslenzkum högum. Trúnaðarmað-
urinn átti að sjálfsögðu alltaf aðgang að utanríkisráð-
1) [Um þessi hugtök má vísa til ritgerðarinnar ‘Sendiherrar’ í
Skírni 1938 eftir sama höfund. — Ritstj.]