Skírnir - 01.01.1945, Side 103
Skírnir
Hin ytri skipun ísl, utanrikismála 1918-1944
101
herranum. Honum bar að leiðbeina ráðherranum eftir
þörfum og jafnframt vera á verði um, að hagur Islands
yrði ekki fyrir borð borinn, og átelja það, sem honum
þótti aflaga fara. I þessa vandasömu stöðu valdist Jón
Krabbe, sem síðan um aldamót hafði starfað í íslenzku
stjórnarskrifstofunni í Kaupmannahöfn, lengst af sem
skrifstofustjóri, og var því þaulkunnugur íslenzkum mál-
um. Gegndi hann starfi þessu, þar til það lagðist niður
vorið 1940, er Island tók sjálft utanríkismálin í sínar
hendur.
íslendingar áttu jafnan rétt á við Dani til að leita að-
stoðar í dönskum sendiráðum og ræðismannsskrifstofum,
en sendiráð höfðu Danir í öllum Evrópulöndum og í flest-
um stærri og þýðingarmeiri löndum utan Evrópu. Ræðis-
mannsskrifstofur höfðu þeir í öllum stærri borgum um
allan heim, sérstaklega þó í hafnarborgum, og alls munu
starfsmenn utanríkisráðuneytisins, launaðir og ólaunaðir,
hafa verið hátt á sjöunda hundrað. Það er víst, að íslend-
ingar hafa á margvíslegan hátt haft gagn af þessari starf-
semi út um heiminn, hvort sem það voru samninganefndir
eða kaupsýslumenn, sem þurftu á aðstoð í verzlunar- og
viðskiptamálum að halda, sjómenn, slyppir og snauðir í
erlendum höfnum, eða erfingjar, sem áttu von á arfi frá
Ameríku.
Ef Danmörk hafði ekki fulltrúa á einhverjum stað, þar
sem ísland taldi sig hafa hagsmuna að gæta, áttu Islend-
ingar þess kost í sambandslögunum að fá skipaðan þar
sendiherra eða sendiræðismann, enda skyldu þeir þá bera
kostnaðinn. Þessi heimild var þó aldrei notuð.
Hins vegar var sérstakur erindreki skipaður fiskifull-
trúi íslands á Spáni og Ítalíu árið 1925, en skipun hans
og staða var sérstaks eðlis og kom ekki undir neitt ákvæði
sambandslaganna. Það var Gunnar Egilson, forstjóri
Brunabótafélags íslands, sem fyrstur var skipaður í þessa
stöðu, en hann hafði áður verið í erindum ríkisstjórnar-
innar í Miðjarðarhafslöndunum, meðal annars til að rann-
saka markaðshorfur þar fyrir íslenzkan fisk og við toll-