Skírnir - 01.01.1945, Síða 104
102
Agnar Kl. Jónsson
Skírnir
samninga. Samkvæmt erindisbréfi, sem fiskifulltrúanum
— en svo var hann nefndur — var sett, voru aðalstörf
hans þau „að kynna sér og fylgjast með ástandi markaðs-
ins á íslenzkum fiski, að svo miklu leyti sem hann gæti
haft áhrif á markað íslenzks fiskjar, leitast fyrir um nýja
markaði fyrir íslenzkan fisk, láta íslenzkum fiskútflytj-
endum í té upplýsingar um ástand markaðsins og yfirleitt
veita þeim alla aðstoð og gæta hagsmuna þeirra, eftir því
sem honum væri unnt, og skyldi hann leitast við yfir höf-
uð að styðja að hagkvæmum viðskiptum milli þeirra og
hinna spönsku og ítölsku innflytjenda íslenzks fiskjar".
Fulltrúinn átti að vera búsettur í Barcelona og hafa þar
opna skrifstofu.
Um leið og skipunin fór fram, var danska utanríkis-
ráðuneytinu tilkynnt um hana og þess beiðzt, að það veitti
fulltrúanum þá aðstoð, sem hann kynni að þarfnast og
óska eftir. Sendiráðum Danmerkur í Madrid og Róm voru
síðan gefin fyrirmæli þar að lútandi. Þegar Gunnar Egil-
son andaðist árið 1927, varð Helgi Guðmundsson, núver-
andi bankastjóri, fiskifulltrúi á Spáni, en dr. Helgi P.
Briem, nú aðalræðismaður í New York, tók við af honum
árið 1932. Kostnaðinn af þessu starfi greiddi ríkisstjórn-
in, Landsbanki íslands og Islandsbanki, síðar Útvegsbanki
Islands, að einum þriðja hver.
Þá skal þess getið, að í sambandslögunum var heimild
fyrir Island til að skipa ráðunauta með þekkingu á íslenzk-
um högum við sendisveitir og ræðismannsembætti þau,
sem þá voru til. Þessi heimild var notuð þrisvar sinnum,
og skal nú nánar skýrt frá þessum skipunum.
I júnímánuði 1933 benti sendiherrann í Kaupmanna-
höfn ríkisstjórninni á, að í Ósló væri vafalaust þörf á
ráðunaut með sérstakri þekkingu á íslenzkum högum. Hug-
myndin um að skipa ráðunaut í Ósló hafði að vísu komið
upp nokkrum árum áður, en ekkert orðið þá úr fram-
kvæmdum. Þá hafði verið bent á Vilhjálm Finsen, ritstjóra
í Ósló, sem heppilegan mann í starfið, og svo var einnig
gert nú, enda hafði hann einmitt allmörg undanfarin ár