Skírnir - 01.01.1945, Side 105
Skírnir
Hin ytri skipun ísl. utanríkismála 1918—1944
103
aðstoðað danska sendiráðið í Ósló í sambandi við margs
konar upplýsingastarfsemi þess um íslenzk málefni. Eftir
að málið hafði verið athugað, var ákveðið í ársbyrjun
1934 að nota framangreinda heimild sambandslaganna í
fyrsta skipti og skipa Finsen ráðunaut í Ósló. Skipunin
var gerð til bráðabirgða og átti að gilda um eins árs skeið.
Reynslan skyldi svo látin skera úr um það, hvort starfið
skyldi gert varanlegt. Samkvæmt beiðni ríkisstjórnarinn-
ar skipaði danska utanríkisráðuneytið Finsen í starfið.
Að reynsluárinu liðnu var honum falið að gegna starfinu
áfram, og hélt hann því, þar til Noregur hafði verið her-
tekinn af Þjóðverjum vorið 1940.
1 janúarmánuði 1933 gerði Helgi P. Briem fiskifulltrúi
á Spáni fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar um stöðu sína
þar og lagði til, að henni yrði breytt í ráðunautsstöðu
samkvæmt sambandslögunum. Þegar fiskifulltrúi var fyrst
skipaður á Spáni, hafði verið athugað að nota þessa heim-
ild sambandslaganna, en við nánari athugun var þó horf-
ið frá því. Úr framkvæmdum varð ekki fyrr en í ársbyrj-
un 1935. Þá var þegar fengin nokkur reynsla af starfi
ráðunautsins í Ósló, en hitt skipti meira máli, að starfs-
aðstaða fiskifulltrúans hafði nokkuð breytzt vegna við-
skiptahorfsins, eins og það var þá orðið gagnvart Mið-
jarðarhafslöndunum, og þó sérstaklega Spáni. Ríkisstjórn-
inni þótti því rétt, að gerðar væru þá þegar ráðstafanir
til þess að Helgi P. Briem yrði skipaður ráðunautur við
danska sendiráðið í Madrid, en með búsetu áfram í Barce-
lona. Danska utanríkisráðuneytið var síðan beðið að gera
allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess, að svo mætti verða,
og var gengið frá málinu við spánska utanríkisráðuneytið
í febrúarmánuði. Þegar borgarastyrjöldin hófst á Spáni
sumarið 1936, varð ráðunauturinn að fara þaðan, eins og
aðrir diplómatiskir fulltrúar, og hefur síðan enginn ís-
lenzkur stjórnarerindreki haft aðsetur á Spáni.
Á þessum árum var oftar en einu sinni um það rætt, að
nauðsynlegt væri að skipa verzlunarfulltrúa fyrir Mið-
Evrópu, og kom meðal annars fram tillaga um það á Al-