Skírnir - 01.01.1945, Síða 107
Skírnir
Hin ytri skipun ísl. utanríkismála 1918—1944
10&
Síðan voru málin afgreidd í dóms- og kirkjumálaráðu-
neytinu, en á þeim árum var forsætisráðherrann jafn-
framt dóms- og kirkjumálaráðherra. Þegar skipting starfa
milli ráðherra var auglýst í árslok 1924, var svo ákveðið,
að forsætisráðherra skyldi fara með utanríkismálin. Sendi-
ráðið í Kaupmannahöfn mun þó alltaf fyrst framan af
hafa skrifazt á við allar skrifstofur Stjórnarráðsins, eftir
því sem málin gáfu tilefni til.
Um það bil, sem stjórnarskiptin urðu 1927, varð fyrst
til vísir að sérstakri skrifstofu í Stjórnarráðinu til af-
greiðslu á utanríkismálum. Jón Grímsson, nú bankafull-
trúi, annaðist skrifstofustörfin fyrst í stað, en þegar sýnt
þótti, meðal annars vegna undirbúnings undir Alþingis-
hátíðina, að störfin mundu brátt aukast mjög, var Stefán
Þorvarðsson cand. juris, sem nokkur undanfarin ár hafði
starfað í danska utanríkisráðuneytinu, fenginn til að
koma heim og taka við forstöðu skrifstofunnar. Hann
byrjaði að starfa í Stjórnarráðinu haustið 1929 og hafði
fyrst framan af eina stúlku sér til aðstoðar.
Þegar heimskreppan skall á og viðskiptaöngþveitið
komst í algleyming, fóru störf skrifstofunnar að aukast
jafnt og þétt, enda þurftu íslendingar þá árlega að senda
samninganefndir til helztu nágrannalandanna til að semja
við þau um verzlun og viðskipti. Þegar styrjöldin brauzt
út, varð enn mikil breyting á störfum skrifstofunnar, ekki'
sízt eftir að erlendar hersveitir settust að hér á landi.
Þá er rétt að geta þess, að árið 1928 var á Alþingi stofn-
uð ný fastanefnd, er nefndist utanríkismálanefnd. Til
þessarar nefndar, sem skipuð er sjö mönnum, skal vísað
öllum utanríkismálum og þeim málum öðrum, sem sam-
einað Alþingi eða önnur hvor deildin ákveður. Nefndinni
ber einnig að starfa milli þinga, ög skal ráðuneytið alltaf
bera undir hana utanríkismál, sem fyrir kunna að koma.
Á þessum grundvelli hefur utanríkismálanefnd síðan
starfað. Utanríkisráðherra mætir alltaf á fundum nefnd-
arinnar, en hann er raunar oftast fundarboðandi. Aðrir
ráðherrar mæta að jafnaði líka. Öll meiri háttar utanríkis-