Skírnir - 01.01.1945, Page 108
106
Agnar Kl. Jónsson
Skírnir
mál eru lögð fyrir nefndina og rædd þar, en ágrip um-
ræðnanna eru skráð í sérstaka fundargerðabók. Umræður
og ályktanir á fundum nefndarinnar eru að sjálfsögðu
leyndarmál, en fundargerðabókin verður sagnariturum
síðari tíma merkilegt heimildarrit um þessi þýðingar-
miklu mál þjóðarinnar.
Enn má geta þess, að á þessu tímabili, sem Danir fóru
með utanríkismálin, hafa nokkrir ungir íslendingar starf-
að um skeið í utanríkisráðuneytinu í Kaupmannahöfn og
sendiráðum Dana í þeim tilgangi að kynnast meðferð
utanríkismála og búa sig þannig undir að vinna að íslenzk-
um utanríkismálum, þegar tímabært yrði. Þeir hafa nú
allir gerzt starfsmenn utanríkisráðuneytis íslands.
Enda þótt ísland hafi eigi haft aðra eða fleiri fasta út-
senda fulltrúa erlendis fram til 1940 en frá hefur verið
skýrt, hafa íslendingar þó einnig á annan hátt tekið mik-
inn beinan þátt í utanríkismálum sínum á þessu tímabili.
í sambandslögunum segir, að ef ísland kjósi að senda úr
landi menn á sinn kostnað til þess að semja um sérstök
íslenzk málefni, megi það verða í samráði við danska
utanríkisráðherrann. Það er skemmst af að segja, að þessi
heimild hefur verið mjög mikið notuð. Á fyrstu árum
sambandslaganna voru íslenzkir menn þannig sendir til
Spánar og til Noregs til að semja um tollamál. Eftir að
heímskreppan skall á með öllum sínum miklu erfiðleik-
um á viðskiptasviðinu, voru bæði einstakir menn og samn-
inganefndir sendar að heiman til helztu viðskiptaland-
anna til að semja við þau. Danska utanríkisráðuneytið
greiddi jafnan vel fyrir þessum sendimönnum og aðstoð-
aði þá, þegar þess var óskað. Starf það, sem þannig hefur
verið unnið fyrir landið, hefur haft mjög mikla þýðingu
fyrir alla utanríkisverzlun landsins. Hér er þó eigi hægt
að fara nánar út í skipanir og störf þessara nefnda, enda
fellur slíkt fyrir utan takmörk þessarar greinar.