Skírnir - 01.01.1945, Side 111
Skírnir
Hin ytri skipun ísl. utanríkismála 1918-1944
109
hann skipaður sendiherra í London. Gegndi hann því
starfi, þar til hann var skipaður sendiherra í Moskva í
ársbyrjun 1944, en Stefán Þorvarðsson tók við af honum
í London. ,
Þegar stríðið hófst, vildi svo til, að Vilhjálmur Þór
frkvstj. íslandsdeildar heimssýningarinnar í New York var
ófarinn heim, en hann hafði þá nýlega verið skipaður
bankastjóri í Landsbanka íslands. Þar sem sýnt þótti, að
ísland mundi brátt fá mikilla viðskiptahagsmuna að gæta
í Bandaríkjunum, varð samkomulag um, að hann skyldi
vera áfram vestan hafs fyrst um sinn sem fulltrúi ríkis-
stjórnarinnar; var embættisheiti hans Trade Commissio-
ner. I aprílmánuði næsta ár var stofnuð aðalræðismanns-
skrifstofa í New York og Vilhjálmur Þór skipaður aðal-
ræðismaður þar. Haustið 1940 tók Thor Thors alþm. við
af Vilhjálmi Þór, er þá fór heim, og gegndi hann starfinu
í rúmt ár, eða þar til sendiráð var stofnað í Washington
í október 1941. Sumarið 1942 var dr. Helgi P. Briem, sem
undanfarin tvö ár hafði verið verzlunarerindreki ríkis-
stjórnarinnar í Portúgal, skipaður aðalræðismaður í New
York, og gegnir hann því starfi ennþá.
Þegar aðalræðismannsskrifstofan var stofnuð í New
York, var jafnframt athugað, hvort eigi væri mögulegt
að stofna til sendiráðs í Washington og taka þannig upp
diplómatiskt samband við Bandaríkin á sama hátt og við
Bretland. Þar eð íslandi var, eins og þá stóð á, ekki þörf
á að hafa opinberar skrifstofur bæði í Washington og
New York, var þetta athugað á þeim grundvelli, að vænt-
anlegu sendiráði í Washington yrði stjórnað af aðalræðis-
manninum í New York. Þessi leið reyndist þó ekki fær,
og var því í bili horfið frá frekari ráðagerðum um stofn-
un sendiráðs. En þegar herverndarsamningurinn var gerð-
ur við Bandaríkin í júlí 1941, gerbreyttist viðhorfið, enda
var beinlínis gert ráð fyrir því í þessum samningi, að taka
skyldi upp diplómatiskt samband milli íslands og Banda-
ríkjanna. Undirbúningi af íslands hálfu um stofnun sendi-
ráðs í Washington var lokið í októbermánuði, og var Thor