Skírnir - 01.01.1945, Side 113
Lúkíanos
Karon eða áhorfendur
Þýðing eftir Steingrím Thorsteinsson
í handritum Landsbókasafns er töluvert af merkilegum þýðing-
um eftir íslenzka rithöfunda frá 19. öld, svo sem Sveinbjörn Egils-
son, Steingrím Thorsteinsson og aðra, og skal hér rétt nefna þýð-
ingu Sveinbjarnar á leikriti hins gríska höfuðskálds Æskýlosar
„Sjö móti Þebu“ og þýðingu Steingríms á leikriti sama skálds
„Prómeþevs bundinn“ (bæði þýdd á óbundið mál), brot úr ritum
Heródóts, Plútarks o. s. frv. Sumt af þessu er langt frá fullgert, en
mætti þó verða undirstaða nýrrar þýðingar, annað er langt á veg
komið, allt hefur þetta gildi um sögu íslenzks stíls óbundinnar ræðu
á síðustu öld, og í þýðingum Sveinbjarnar er beint sem sjá megi inn
í aflinn, þar sem íslenzkt mál var hreinsað og gert nýtt.
Samtalsþáttur sá, sem hér birtist, er þýddur af Steingrími Thor-
steinssyni og prentaður hér eftir Lbs. 1732, 4to. Höfundur þáttarins
er hinn mikli háðfugl Lúkíanos frá Samosata í Sýrlandi (f. um 120
e. Kr.). Hann mælti á gríska tungu, fór víða um lönd, flutti ræður
og fyrirlestra og samdi fjölda rita. Flest eru það ádeilurit og háðrit,
oft í samtalsformi. Samtalsþátturinn Karon segir frá því, er ferju-
maður undirheima fær orlof frá starfa sínum og fer upp til jarðar-
innar, því að hann langar til að kynna sér líf mannanna, sem hann
er sí og æ að flytja yfir undirheimafljótið, en þeir hafa með atferli
sínu vakið forvitni hans. Hann hittir guðinn Hermes, sem er beggja
heima barn, því að hann fylgir vofunum niður í undirheima, og
hjálpar hann Karoni til að öðlast nokkra vitneskju um líf mann-
anna. Leikur höfundurinn sér að því að sýna, hve hlálegt gestin-
um úr undirheimum sýnist allt hátterni mannanna. — Flest í þess-
um samtalsþætti skýrir sig sjálft, en stundum er getið kappa úr
hetjusögum eða goðsögum, og þá sjaldan þörf er á, er skýring gefin
neðanmáls og þá stuðzt við skýringar þýðanda. Oft vitnar höfund-
urinn til Hómers, og er það aldrei alveg grómlaust.
HERMES. Því ertu að hlæja, Karon! eða því hefurðu
yfirgefið ferjuna þína og ert kominn hér upp í vorar
bygKðir? Þú ert þó annars ekki vanur að vera á ferð hér
ofan jarðar.