Skírnir - 01.01.1945, Síða 114
112
Lúkíanos
Skírmr
KARON. Svo stendur nú á því, Hermes minn! að mig
fór að langa til að sjá, hvernig lífinu er háttað og hvað
mennirnir taka sér fyrir hendur og hvað það er, sem þeir
missa, fyrst þeir allir bera sig hörmulega, þegar þeir eiga
að fara ofan til okkar; því enginn þeirra hefur ennþá
siglt yfrum ógrátandi. Þess vegna gerði ég eins og þess-
alska ungmennið1) og bað Hades leyfis til að mega fara
einn dag frá ferjunni og er nú kominn upp í birtuna. Og
þykir mér nú hafa borið vel til, að ég hitti þig, því þú
munt áreiðanlega leiða mig um kring sem umsýningar-
maður og sýna mér hvað eina, þar sem þú ert hér gagn-
kunnugur öllu.
HERMES. Til þess hef ég engan tíma, ferjumaður góð-
ur! því ég á að fara að reka erindi nokkurt meðal mann-
anna fyrir Sevs þar efra; en Sevs er bráðlyndur, svo ég
er hræddur um, að ef ég verð of seinn, þá setji hann mig
alveg í ykkar hóp og ofurselji mig myrkrunum eða þá að
hann fari með mig eins og hann Hefestos hérna um dag-
inn, þrífi mig upp á fætinum og slengi mér niður frá hin-
um himneska þröskuldi, svo að ég verði líka til athlægis
með því að haltra aftur og fram og skenkja vín.2)
KARON. Er þér alvara að láta mig vera að villast af
handa hófi hérna uppi á jörðunni, og það þó þú sért vinur
minn, samskipingur og samstarfandi minn í flutningi
hinna dauðu? Það væri þó sómi fyrir þig, Maju son! ef
þú minntist þess nú, að ég hef aldrei skipað þér að ausa
eða sitja undir árum, heldur liggurðu endilangur á þil-
farinu, þó þú hafir svona sterkar herðar, og hrýtur, eða
ef þú hittir einhvern skraffinn meðal drauganna, þá sit-
urðu á tali við hann alla leiðina, meðan ég, gamall karl-
inn, má róa aleinn tveimur árum. Heyrðu nú, Hermes
minn góði! yfirgefðu mig ekki, ég særi þig í nafni hans
1) Prótesílás, sem fékk leyfi hjá Hadesi (undirheimaguði) að
hverfa aftur til mannheima þrjár stundir.
2) Hefestos hafði einhverju sinni ætlað að fara að hjálpa móður
sinni, er hún átti í hjónasennu við Sevs, en hafði það fyrir, að Sevs
fór svo með hann sem hér segir.