Skírnir - 01.01.1945, Qupperneq 115
Skírnir
Karon eða áhorfendur
113
föður þíns, yfirgefðu mig ekki, heldur sýndu mér um
kring og útskýrðu fyrir mér allt í lífinu hérna, svo ég hafi
þó eitthvað séð, þegar ég fer heim aftur. Því ef þú sleppir
af mér hendi, þá er enginn sá munurinn, að ég er hvergi
betur staddur en blindu mennirnir; viðlíkt semsé og þeir
missa fótanna og hrasa í myrkrinu, eins muntu sjá, að fer
fyrir mér, með því að ljósið gerir mér ofbirtu. Æ, gerðu
það nú fyrir mig, Kylleningur minn! ég skal muna þér
það ævinlega.
HERMES. Þetta mun baka mér barsmíð, að minnsta
kosti sé ég í hendi mér, að umsýningarlaunin munu ekki
verða goldin mér alveg löðrungalaust. En ég verð samt
að vera þér til vilja, því hvað skal gera, þegar góður vin-
ur biður mann svo innvirðulega? En að þú, ferjumaður
góður! fáir að sjá hvað eina út í æsar, það er ómögulegt,
því til þess veitti ekki af margra ára dvöl, og þar næst
mundi ekki fara hjá því, að Sevs léti lýsa eftir mér eins
og burtstroknum þræl; þetta mun og hindra þig frá því
að starfa í þjónustu Dauðans, og verða til tjóns fyrir ríki
Plútons,1) þegar þú um langan tíma ferjar enga fram-
liðna yfrum; og þá mun Eakosi tollara þykja hart að inn-
heimta ekki svo mikið sem einn obol2) í sjóð sinn. En við
verðum samt að hugsa okkur ráð, hvernig þú getir fengið
að sjá það allra helzta af því, sem gerist.
KARON. Hugsa þú fyrir því, Hermes! hvað bezt er, ég
er ókunnugur og þekki ekkert til hér ofan jarðar.
HERMES. Þetta er allt og sumt, Karon! við þurfum
að fá okkur einhvern háan stað, svo þú getir séð þaðan
niður yfir allt. Yæri þér nú mögulegt að stíga upp til
himna, þá þyrfti ekkert fyrir að hafa, því þá gætirðu séð
allt glögglega eins og frá sjónarhæð. En með því að það
er engin hæfa, að þú stígir fæti í himnahöll Sevs, sakir
1) S. s. Hadesar (dauðraguðs).
2) Obol var smáeirskildingur, sem látinn var með dauðum mönn-
um í gröfina. Hér er látið svo sem Eakos, sonur Sevs, innheimti það
fé. Hann er annars talinn þriðji dómari undirheima.
8