Skírnir - 01.01.1945, Side 116
114
Lúkíanos
Skírnir
þess að þú ert alltaf saman við dauðra manna vofur, þá
er mál til komið, að við skyggnumst eftir einhverju háu
fjalli.
KARON. Þú veizt, Hermes! hvað ég er vanur að segja
við ykkur, þegar við siglum: því þegar sviplegt vindkast
skellur á og slær í þvert seglið og bárurnar ríða hátt, þá
biðjið þig mig af fákænsku ykkar að draga inn seglið eða
að slaka á klónni eða að láta hlaupa fyrir vindinum, en
ég bið ykkur þá að vera kyrra, því ég muni sjálfur vita,
hvað bezt gegnir. Ger þú eins núna það, sem þú hyggur
rétt vera, því nú ert þú stýrimaður, en ég skal eins og
farþegum sæmir sitja þegjandi og hlýða öllum þínum
skipunum.
HERMES. Rétt segir þú, því sjálfur mun ég vita, hvað
gera skal, og hafa ráð með að finna handa okkur hentuga
sjónarhæð. Ætli nú Kákasus væri vel til þess fallinn? eða
skyldi Parnassos vera hærri? eða Olympos hærri en bæði
þau fjöllin? En — það er annars ekki slakt, sem rifjast
upp fyrir mér núna, þegar ég lít á Olympos, en nú verður
þú líka að taka í með og hjálpa mér til.
KARON. Skipa þú, ég skal hjálpa til eins og ég get.
HERMES. Skáldið Hómer segir, að þeir Alóevssynir,
einnig tveir síns liðs, hafi einhverju sinni, er þeir vóru
unglingspiltar, ætlað að rífa Ossu upp frá rótum sínum
og setja upp á Olympos og síðan Pelíon þar ofan á, og
hafi þeir haldið, að það mundi verða nægilegur stigi til
að komast upp á himininn. Þessum unglingum hefndist
nú fyrir, því þeir höfðu ofstopa og óhæfu í frammi, en
öðru máli er að gegna um okkur, þar sem það er ekki til-
gangur okkar að gera guðunum skaða, er við höfum þessi
ráð með höndum — og hvað er þá til fyrirstöðu, að við
einnig reisum þá byggingu og veltum fjöllunum hverju
upp á annað, svo við fáum háan sjónarstað og þar með
glöggari útsjón.
KARON. En ætli þá, Hermes! að við getum tveir einir
loftað Pelíon eða Ossa og sett þau hvort ofan á annað?
HERMES. Því ekki það, Karon! eða heldurðu, að við