Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 117
Skírnir
Karon eða áhorfendur
115
séum óknárri en drenghnokkarnir þeir, við sem erum
guðir?
KARON. Ekki segi ég það, en mér lízt þetta einhvern
veginn svo mikið stórræði, að ekki muni takast.
HERMES. Það er von, því þú ert hversdagsmaður,
Karon! og fráleitur öllu skáldlegu, en ágætismaðurinn
Hómer hefur með tveimur vísuorðum í skjótu bragði gert
fært að komast upp í himininn, þar sem honum verður
svona lítið fyrir að setja saman fjöllin. Og undrar mig þó,
að þér skuli þykja þetta stórmerki, því sjálfsagt veiztu þó
um hann Atlant, sem einn síns liðs ber himininn og heldur
okkur upp öllum saman; þá muntu líka hafa heyrt um
hann Herakles, bróður minn, hvernig hann einu sinni tók
við af þessum Atlant, gekk undir byrðina og hvíldi hann
stundarkorn.
KARON. Heyrt hef ég það líka, en það megið þið vita,
þú og skáldin, hvort það er sannleikur.
HERMES. Hreinasti sannleikur, Karon! Eða því skyldu
svo vitrir menn vera að skrökva? Látum okkur því fyrst
hefja upp Ossu eins og kvæðið og höfuðsmiðurinn segja
^1 „síðan ofan á Ossu
Lauflcvikt Pelíon leggja“ —
Líttu á, hvað létt og skáldlega verkið hefur farið okkur
úr hendi. Nú, nú, það er bezt ég fari upp og sjái, hvort
þetta nægir eða við þurfum að byggja ofan á. — Sei, sei,
við erum ennþá niðri í undirhlíðum himinsins, því í austri
grillir með naumindum til Íóníu og Lydíu, en í vestri sést
ekki út yfir Italíu og Sikiley, norður eftir sést ekki nema
það, sem er hérna megin við Dóná (Istroi), suður á bóginn
sést til Krítar og þó ekki vel skýrt. Við verðum líklega að
flytja hana Ötu, ferjukarl minn! og svo Parnassos að
lokum.
KARON. Jú, það skulum við gera. En sjáðu bara til,
að við gerum ekki bygginguna heldur grannlega með því
að hækka hana svona fram úr öllu lagi; gæti þá svo far-
ið, að við hröpuðum með öllu saman, mölvuðum á okkur
8*