Skírnir - 01.01.1945, Page 118
116
Lúkíanos
Skírnir
hauskúpurnar og kæmumst svo óþægilega við á byggingar-
listinni hans Hómers.
HERMES. Vertu óhræddur; öllu skal vera óhætt. Færðu
hana Ötu hingað yfrum. Veltum svo upp Parnassos þar
ofan á. Hana nú! upp fer ég í annað sinn. Það er afbragð;
ég sé allt. Kom þú nú upp líka.
KARON. Réttu mér hendina, Hermes! því þetta er ekki
smáræðis hæðar bákn, sem þú lætur mig stíga upp á.
HERMES. Já, ef þú annars vilt sjá allt, Karon! þá
verðurðu að sætta þig við það, því tvennu verður ekki
komið saman: að vera fíkinn að sjá og skoða og óhultur
um leið. Haltu nú fast í hægri hendi mína og varastu að
stíga fæti þar, sem sleipt er. Svona! rétt! nú ert þú kom-
inn upp líka. En fyrst að tveir eru tindarnir á Parnassos,
þá er bezt við tökum sinn tindinn hvor og setjumst fyrir.
Líttu nú í kringum þig til allra hliða og horfðu á allt
saman.
KARON. Ég sé mikið land og umflotið stóru vatni, ég
sé fjöll og vatnsföll, sem eru stærri en Kakýtos og Pýri-
flegeþón1) og agnarsmáar manneskjur og einhverjar hol-
ur, sem þær búa í.
HERMES. Það eru borgir, sem þú tekur fyrir holur.
KARON. En veiztu hvað, Hermes! við höfum unnið
alveg fyrir gíg; það er til einskis, að við höfum fært Par-
nassos með Kastalíu og Ötu og hin fjöllin úr stað.
HERMES. Hvers vegna þá?
KARON. Ég að minnsta kosti sé ekkert glöggt úr þess-
ari hæð; mig langaði ekki einungis til að sjá borgir og
fjöll eins og á málverki, heldur einnig mennina sjálfa,
hvernig þeir haga sér í orðum og gjörðum, eins og þegar
þú hittir mig fyrst og spurðir mig, því ég væri að hlæja.
Það stóð nú svo á því, að ég hafði heyrt nokkuð, sem ég
hafði einstaklega gaman af.
HERMES. Og hvað var nú það?
KARON. Það var, að maður nokkur var boðinn í veizlu
1) Hvorttveggja fljót í undirheimum.