Skírnir - 01.01.1945, Síða 119
Skírnir
Karon eða áhorfendur
117
af vini sínum, næsta dag geri ég ráð fyrir. „Áreiðanlega
skal ég koma,“ svaraði hann, en rétt í því hann er að
segja þetta, dettur steinn úr þakinu ofan í kollinn á hon-
um — hvernig á því hefur staðið, veit ég ekki — og drep-
ur hann; þá hló ég að því, að maðurinn gat ekki endað
loforð sitt. En ég held þá líka, að ég verði að færa mig
lengra niður, svo ég geti betur séð og heyrt.
HERMES. Sittu bara rólegur, þar sem þú ert; ég skal
líka lækna þig af þessu; ég skal á svipstundu gera þig
hinn skarpskyggnasta; ég tek líka til þessa ákvæðisstef
eitt úr honum Hómer, og þegar ég hef mælt fram orðin,
þá mundu, að þú ert ekki framar sljóskyggn, heldur sér
allt greinilega.
KARON. Mæltu það þá bara fram.
HERMES. „Einnig af augum þér tók ég þá þoku’, er
var yfir þeim áður,
Svo að þú glöggt sjáir grein á guðum og
dauðlegum mönnum.“
Hvernig gengur? ertu nú farinn að sjá?
KARON. Já afbrags vel. Hinn frægi Lýnkevs var blind-
ur í samanburði við mig.1) En farðu nú úr þessu að út-
skýra fyrir mér Og leysa úr spurningum mínum. Heyrðu
mér annars: ef þú vilt, þá skal ég líka spyrja þig með orð-
um Hómers, svo þú getir séð, að ekki er laust við, að ég
hafi fengizt eitthvað við hann líka.
HERMES. Nú, hvernig ættir þú að kunna nokkuð af
því, sem hann hefur kveðið, þú, sem alla tíð ert á sjónum
og situr fastur við árina?
KARON. Sko nú, hvað þú talar óvirðulega um iðn
mína. En það kann ég þér að segja, að þegar hann var
dáinn og ég ferjaði hann yfir Styx, þá heyrði ég hann
þylja og kveða margt, og sumt af því man ég enn; og það
var þó ekki smáræðis stormur, sem skall á okkur í það
sinn. Þegar hann semsé var farinn að kyrja upp söng
1) Lýnkevs þessi var fornsagnakappi, er sá í gegnum holt og
hæðir.