Skírnir - 01.01.1945, Side 121
Skírnir
Karon eða áhorfendur
119
legi maður? Ef nokkuð má marka af klæðabúnaðinum,
þá er hann ekki grískur.
HERMES. Nei, Karon! Þetta er Kýros Kambýsesson;
hann hefur náð undir Persa því ríki, sem Medar höfðu
haft svo lengi. Hann hefur nýlega sigrazt á Assyríumönn-
um og hertekið Babýlon, og nú virðist hann vera í tilbún-
ingi að herja á Lydíu til þess að steypa fyrst Krösos og
drottna svo yfir öllum.
KARON. En hvar er þá þessi Krösos?
HERMES. Líttu á stóru herborgina þarna með þrefalda
múrinn, það er Sardes, og þarna sérðu Krösos sjálfan
sitjandi á gullnum legubekk, hann er að tala við Sólon frá
Aþenuborg. Eigum við að hlusta, hvað þeir tala?
KARON. Já, gerum það.
KRÖSOS. Þú hefur nú, aþenski gestur! séð auðæfi mín
og féhirzlur og hvað mikið ég á í ómyntuðu gulli og allt
mitt annað skraut; seg mér nú, hvern hyggur þú sælastan
allra manna?
KARON. Hverju skyldi nú Sólon svara?
HERMES. Vertu óhræddur, Karon! ekki mun hann
svara neinu ódrengilegu.
SÓLOM. Fáir eru farsældarmennirnir, Krösos! en af
öllum þeim, sem ég þekki, þykir mér þeir Kleóbis og Bíton
hafa verið sælastir, synir hofgyðjunnar í Argos, sem dóu
nýlega á sama tíma, eftir að þeir höfðu beitt sér sjálfum
undir okið og dregið móður sína á vagni hennar til hofs-
ins.
KRÖSOS. Látum þá svo vera; eigi þeir frumtign far-
sældarinnar, en hver myndi þá ganga þeim næst?
SÓLON. Tellus hinn aþenski, sem bæði lifði ráðvand-
lega og lét lífið í bardaga fyrir ættjörð sína.
KRÖSOS. En þykir þér þá ég ekki vera farsæll, þorp-
arinn þinn?
SÓLON. Ég veit það ekki enn, Krösos! meðan þú ert
ekki búinn að ná takmarki lífsins, því að dauðinn og það,
að hafa lifað farsæll alla ævi til hins síðasta takmarks,
það er vissasti mælikvarðinn til að dæma eftir um slíkt.