Skírnir - 01.01.1945, Qupperneq 123
Skírnir
Karon eða áhorfendur
121
KRÖSOS. Já, við Sevs, því hann á ekki neina slíka hof-
gjöf í Delfum.
SÓLON. Þú heldur þá, að þú gerir guðinn sælan, ef
hann eignast gulltiglana auk hins annars, sem hann á?
KRÖSOS. Já, auðvitað.
SÓLON. Mikil heldurðu sé fátæktin á himnum, ef
guðirnir þurfa að senda til Lydíu eftir gullinu, þegar þá
langar til að fá það.
KRÖSOS. Já, auðvitað, því hvar skyldi fást eins mikið
gull og hjá oss?
SÓLON. En segðu mér nokkuð: framleiðir Lydía járn?
KRÖSOS. Nei.
SÓLON. Þá vantar ykkur það, sem bezt er.
KRÖSOS. Hvernig þá? er járnið betra en gullið?
SÓLON. Ef þú svarar mér og lætur þér ekki þykja
fyrir, þá skaltu komast í skilning um það.
KRÖSOS. Spyr þú bara.
SÓLON. Hverjir eru betri, þeir, sem frelsa aðra, eða
þeir, sem frelsast af öðrum?
KRÖSOS. Vitanlega þeir, sem frelsa aðra.
SÓLON. Ef nú Kýros skyldi ráðast á Lydíu, eins og tal-
að er af sumum, ætlarðu þá að láta smíða sverð úr gulli
handa her þínum, eða þarf þá járnsins?
KRÖSOS. Járnsins, auðvitað.
SÓLON. Og ef þú gætir ekki útvegað það, þá mundi
gullið þitt verða flutt sem herfang til Persalands.
KRÖSOS. Talaðu ekki svona, maður!
SÓLON. Betur, að ekki færi svona, en það játarðu nú
skýlaust, að járnið sé betra en gullið.
KRÖSOS. Þú mundir þá víst líka vilja, að ég gæfi guð-
inum járntigla að helgigjöf, en tæki aftur gullgjöfina.
SÓLON. Nei, hann þarfnast ekki heldur járns, en hvort
sem þú gefur kopar eða gull til hofsins, þá gefurðu hon-
um þar með hofgjöf, sem verða mun kærkomið herfang
annaðhvort Fókverjum eða Böyótum eða Delfabúum sjálf-
um, eða einhverjum harðstjóranum eða ræningjanum, en