Skírnir - 01.01.1945, Qupperneq 124
122
Lúkíanos
Skírnir
hins vegar mun guðinn sjálfur hirða lítið um gullsmíðina
þína.
KRÖSOS. Alltaf ertu að níða auðlegð mína og getur
ekki litið hana réttu auga.
HERMES. Ekki getur Lýdverjinn þolað einurð hans og
sannsögli, Karon! en á því kynjar hann, að fátækur mað-
ur skuli ekki lúpa sig niður fyrir honum lafhræddur, held-
ur segja við hann upp í opið geðið það, sem honum dettur
í hug. En þar mun víst koma síðar, að hann minnist Sól-
ons, þegar hann er hertekinn og Kýros lætur leiða hann
til bálsins. Ég heyrði semsé fyrir skemmstu hana Klóþó
lesa upp örlög þau, er hverjum einum voru spunnin, og
þar á meðal var þetta einnig ritað, að fyrir Krösosi lægi
að verða hertekinn af Kýros, en fyrir Kýros að verða líf-
látinn af massagetisku konunni þarna. Sérðu skýþversku
konuna, sem þeysir þarna á hvíta hestinum?
KARON. Já, það veit hamingjan.
HERMES. Það er hún Tómýris; hún mun skera höfuð-
ið af Kýrosi og kasta því í leðurbelg fylltan blóði. En
sérðu nú líka son hans, unga manninn þarna? Það er hann
Kambýses. Hann mun taka konungdóm eftir föður sinn,
fara ótal hrakfarir í Líbýu og Eþíópíu og deyja að lokum
vitskertur eftir það, er hann hefur drepið Apis.
KARON. Ó hvað þetta er hlægilegt! En hver mundi nú
dirfast að horfa framan í þá, svo drembilega sem þeir líta
niður á aðra? Eða hver myndi trúa því, að þessi verði
hertekinn innan skamms, en höfuðið af hinum látið í blóð-
belg? — En hver er maðurinn þarna, Hermes! í purpura-
skikkju, kræktri með gullpörum, og með höfuðdjásn, mað-
urinn, sem soðningarsveinninn, sem slægt hefur fiskinn,
er að rétta fingurgullið ?
Sækringdu eyjunni á, sá drambar sem döglingur væri.
HERMES. Laglega snýrðu út úr honum Hómer, Karon!
en hvað ég vildi nú segja, þarna máttu sjá Polýkrates,
einvaldinn Samoseyjar, sem hyggur sig alsælan. En það
liggur nú einnig fyrir honum að glata allri gæfu sinni á
svipstundu, því Maiandrios þrællinn, sem stendur hjá